Grunnþættir menntunar
57
áherslum sem draga fram jákvæða þætti í fari nemenda, styrkleika og
færni og stuðla að traustri sjálfsmynd, seiglu og þolgæði.
markmiðum þar sem áhersla er lögð á samkennd, virðingu, vellíðan,
traust og öryggi; samskipti og samstarf nemenda, starfsfólks og
foreldra taka mið af því.
markmiðum sem fela í sér að efla virkni og félagsþroska og þátttaka í
félags- og tómstundastarfi er metin sem hluti af námi.
áherslum á viðfangsefni sem auka færni nemenda í að tjá hugsanir
sínar, skoðanir og tilfinningar og koma með beinum hætti að skipulagi
skólastarfs, vali viðfangsefna og námsmati.
markmiðum og starfsháttum sem stuðla að því að hver
nemandi sýni ábyrgð í daglegu lífi. Nemendur fá þjálfun í að setja sér
raunhæf markmið og aðstoð við að meta stöðu sína.
Árið 1964 var sett á laggirnar í Bandaríkjunum þekkingarmiðstöð sem kennd
er við R. K. Greenleaf og byggir á hugmyndafræðinni um þjónandi forystu eða
leiðtoga. Hugmyndafræðin gengur m.a. út á samfélagslega ábyrgð stjórnenda,
sanngirni í garð samstarfsfólks og að heildarhagsmunir séu ætíð í fyrirrúmi.
Þessar hugmyndir um þjónandi leiðtoga eða stjórnanda eiga einkar vel við í
skólastarfi. Skólastjóri sem hefur velferð og heilbrigði starfsfólks og nemenda
að leiðarljósi er líklegri en aðrir til að verða traustur leiðtogi í heilsueflandi skóla.
Skóli sem býr starfsfólki gott vinnuumhverfi gerir það betur í stakk búið til að
efla heilbrigði nemenda. Starfslýsingar verða að vera skýrar og aðgengilegar og
faglegur stuðningur eða handleiðsla tiltæk. Stjórnandi þarf að leggja áherslu á
að hvetja og umbuna fyrir vel unnin störf. Starfsmenn sem fá tækifæri til að nýta
ólíka færni, reynslu og áhugamál blómstra frekar í starfi og verða skólasamfélaginu
mikilvægir og verðmætir.
Samskipti í skólum eru oft og tíðum flókin og margþætt. Nemendur eiga með
sér samskipti sín á milli; nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga samskipti;
og kennarar eiga í samskiptum og samstarfi hver við annan. Að auki á starfslið
skóla í samskiptum við foreldra og nærsamfélag. Ekki verður hjá því komist
að árekstrar og lítt uppbyggileg samskipti á milli nemenda geti átt sér stað. Slík
1...,49,50,51,52,53,54,55,56,57,58 60,61,62,63,64,65,66,67,68,69,...76