HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
60
Heilsuvernd barna í grunnskólum fylgir tilmælum frá Embætti landlæknis
og mikilvægt er að skólinn, heilsugæslan og foreldrar eigi gott samstarf um
framkvæmd hennar. Heilsuvernd skólabarna felur meðal annars í sér forvarnir
og fræðslu sem hjúkrunarfræðingar sinna. Byggt er á hugmyndafræði og fræðslu
sem kennd er við 6H og byggir á samstarfsverkefni Heilsuverndar skólabarna og
Embættis landlæknis.
Áherslur fræðslunnar eru
H
ollusta –
H
víld –
H
reyfing –
H
reinlæti –
H
amingja
-
H
ugrekki og kynheilbrigði. Víða er komið við en hafa ber í huga að fræðslan
kemur ekki í staðinn fyrir kennslu kennara um sambærileg efni. Þessi fræðsla er
hugsuð sem viðbót með það að leiðarljósi að forvarnarstarf skilar bestum árangri
þegar það fer fram á mismunandi tímum, við mismunandi aðstæður og kemur úr
ólíkum áttum. Samstarf skólahjúkrunarfræðinga og kennara skilar góðum árangri
og veitir báðum aðilum mikilvægan stuðning. Nánari upplýsingar er að finna á
gagnvirka
Heilsuvefnum 6H
á slóðinni
.
Gott samstarf þarf að vera með þeim sem sjá um íþrótta- og tómstundastarf
nemenda, lögreglu og öðrum sem veita stoðþjónustu. Samstarf þessara aðila
þarf að vera í föstum farvegi enda er markmið þeirra allra að styðja við bakið á
fjölskyldum, veita ráðgjöf ásamt því að bjóða upp á uppbyggilegt æskulýðsstarf.
Með þessu samstarfi fæst betri yfirsýn yfir málefni barna, boðleiðir verða styttri
og auðveldara reynist að samræma aðgerðir og inngrip. Reynsla í skólahverfum
og sveitarfélögum sem hafa tekið upp formlegt samstarf af þessum toga sýnir að
starfið skilar sér vel til ungmenna.
Í flestum skólahverfum eða sveitarfélögum starfa ýmis fyrirtæki en gott
samstarf við þau getur auðgað skólastarfið. Augljós samstarfsvettvangur getur
falist í að nemandi fái að taka þátt í starfi fyrirtækja í tengslum við skipulagða náms-
og starfsráðgjöf eða annað nám. Með samkomulagi við stjórnendur fyrirtækja má
skipuleggja heimsóknir nemenda í fyrirtækið eða heimsóknir fulltrúa fyrirtækis
í skólann. Nemendur á öllum aldri geta nýtt sér stuttar heimsóknir, tengt þær
ýmsum námsgreinum eins og samfélagsfræði, stærðfræði, íslensku, erlendum
tungumálum, heimilisfræði, list- og verkgreinum. Einnig má minna á gildi safna
og menningarstarfs fyrir skólastarfið. Með því að sækja heim söfn, fara á sýningar
eða sækja tónleika má auka samfélagsvitund og styrkja tengsl við nærsamfélagið.
1...,52,53,54,55,56,57,58,59,60,61 63,64,65,66,67,68,69,70,71,72,...76