HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
62
Skólalóðir skipulagðar í grænum anda gefa óþrjótandi möguleika á nýtingu
og upplifun:
•
Í hönnun eða smíði geta nemendur útbúið fuglahús og fóðurbretti
sem komið er fyrir úti á skólalóð. Þeir gefa síðan fuglunum og hreinsa
svæðið.
•
Koma má upp veðurstöð þar sem nemendur fylgjast með hitastigi,
úrkomu og vindátt.
•
Nemendur smíða ýmis furðudýr, sæti, bekki eða skýli.
•
Útbúa má eldstæði á öruggum stað á skólalóðinni og nota við ýmis
tækifæri.
•
Nemendur geta farið út á svæðið, málað, teiknað, útbúið skúlptúra eða
tekið ljósmyndir.
•
Þjálfa má skynfærin:
– Hlusta á umhverfishljóð, s.s. fuglahljóð, þyt eða skrjáf í laufi og
nota jafnvel sem kveikjur að nýrri tónlist.
– Þefa af haustlaufum, blómstrandi blómum eða nýslegnu grasi.
– Þreifa á steinum, trjáberki, mismunandi runnum, mold eða sandi.
– Smakka á grasi og ýmsum plöntum – laufblöðum, stönglum og
blómum. Sérstaklega væri hægt að nýta hér jurtir úr kryddjurtareit,
ber af berjarunnum og rabarbara.
– Upplifa á eigin skinni hita- og sársaukanema í húð með því t.d. að
ganga berfætt í snjó, á grasi, möl, steinum eða sandi. Finna mun á
næmleika skynjunar í lófum, iljum og á öðrum húðsvæðum.
•
Útbúa má matjurtagarð með lífrænt ræktuðum mat- og kryddjurtum
sem hægt er að nýta í mötuneyti skólans eða heimilisfræði.
•
Fara má út á skólalóðina og finna ýmis form sem koma fyrir í
stærðfræði, mæla og vega.
•
Læra má ný orð um það sem er að finna á skólalóðinni, hún er endalaus
uppspretta orða sem hægt er að leika sér með og glíma við á ólíkum
tungumálum.
•
Nýta má fjölbreytta og margbreytilega skólalóð sem tekur mið af
árstíðaskiptum sem vettvang sögu- og ljóðagerðar.