Grunnþættir menntunar
65
og mismunandi eftir skólastigum. Með stoðþjónustu er hér átt við sérfræði- og
fagþjónustu, innan eða utan skóla, þar sem einstaklingar eða stofnanir geta sótt
aðstoð vegna vanda nemenda sinna. Stoðþjónustan snýr annars vegar að aðstoð
við nemendur með sérstakar þarfir, hins vegar þeim starfsmönnum skóla sem
sinna þessum nemendum, einkum kennurum. Til að koma betur til móts við
þarfir nemenda, jafna stöðu þeirra og auka vellíðan hafa skólar í vaxandi mæli
búið sér til verkferla og áætlanir til að styðjast við og fara eftir. Nefna má áætlanir
um einelti, móttöku nýrra nemenda, sérkennslu, áföll og jafnrétti. Allar þjóna
þeim tilgangi að vera liður í stuðningi við nemendur, kennara og annað starfsfólk
í erfiðum málum.
Ef upp koma erfið mál í skóla er mikilvægt að starfsfólk
bregðist skjótt við og tilkynni málið í samræmi við viðeigandi verkferla
skólans.
leiti ráða hjá þeim sem líklegur er til að hafa þekkingu á málinu eins
og skólahjúkrunarfræðingi, náms- og starfsráðgjafa, umsjónarkennara,
skólastjórnanda, fulltrúum þjónustumiðstöðvar eða skólayfirvöldum.
hafi samband við foreldra.
Nemendur búa ekki allir við ásættanlegar aðstæður. Ástæður geta verið margar,
eins og breytingar á fjölskylduhögum, skilnaður, atvinnuleysi foreldra, sorg,
geðræn vandamál, áfengis- eða fíkniefnaneysla, vanræksla eða ofbeldi á heimilinu.
Hafa skal í huga að í slíkum tilvikum skipar skólinn oft veigamikinn sess en ýmis
dæmi eru um að tengsl sem barnið myndar við kennara eða annan starfsmann
geta skipt sköpum fyrir líðan þess, öryggi og námsárangur. Starfsfólk skóla þarf
því að vera á varðbergi og fylgjast vel með hegðun og líðan nemenda. Börn og
unglingar sem búa við erfiðar eða óásættanlegar aðstæður sýna oftar en ekki
ákveðin einkenni sem geta gefið vísbendingar um að eitthvað sé að. Hér á eftir
eru talin ýmis dæmi um slík einkenni. Nemandi ...
sýnir áhugaleysi, er ekki virkur og hættir að sinna náminu.
er árásagjarn – á erfitt með að hemja skap sitt.
fer að bera aukna ábyrgð til dæmis á skólafélögum eða yngri systkinum.
1...,57,58,59,60,61,62,63,64,65,66 68,69,70,71,72,73,74,75,76