Grunnþættir menntunar
55
Október/nóvember – Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu
við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,
Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla
Íslands og Háskólann í Reykjavík. Dagurinn er helgaður vinnu nemenda í 9.
bekk grunnskóla þar sem litið er sérstaklega til samskipta unglinga og foreldra,
þátttöku í skipulögðu æskulýðsstarfi og forvarna gegn ávana- og fíkniefnum.
Vefur verkefnisins er á slóðinni
16. október – Alþjóðlegur dagur matar
Um milljarður jarðarbúa fær ekki nóg að borða og deginum er ætlað vekja fólk til
umhugsunar um það. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (e.
Food and Agriculture
Organization, FAO
) stendur fyrir þessum degi og árlegt þema dagsins má finna á
vef hennar á slóðinni
/
.
1. desember – Alþjóðlegi alnæmisdagurinn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin heldur alþjóðlega alnæmisdaginn til að
minna á að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og vinna að því að hefta
útbreiðslu sjúkdómsins. Sérstakir dagar eru líka helgaðir berklum, blóðgjöfum,
bólusetningum, lifrarbólgu og malaríu svo að eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar
eru á vef stofnunarinnar.