HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
46
fáanlegt. Heilsugæslan gefur út
Leiðbeiningar um alhliða kynfræðslu
sem finna má á
vef hennar. Þar er á mjög skýran hátt fjallað um hvernig byggja má upp heildstæða
kynfræðslu í skólum. Einnig má benda á vefinn
þar er m.a.
að finna umfjöllun um mörkin á milli kynlífs og ofbeldis. Kynfræðsla til unglinga
er gríðarlega mikilvæg, ekki síst í ljósi eftirfarandi staðreynda:
•
Íslenskar stúlkur byrja fyrr að hafa samfarir og eiga fleiri bólfélaga
en jafnöldrur þeirra á Norðurlöndunum (Kjaer, Tran, Sparen,
Tryggvadottir, Munk, Basbach, Liaw, Nygård og Nygård, 2007).
•
44% íslenskra pilta skoða klám oft í viku en meðaltal meðal jafnaldra
þeirra á Norðurlöndunum er 29% (Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón
Sigfússon, Álfgeir Logi Kristjánsson, Hrefna Pálsdóttir og Inga Dóra
Sigfúsdóttir, 2010).
Hvað merkir klám í ykkar huga?
Aukið aðgengi að klámi á síðustu árum hefur haft áhrif á hugmyndir ungs fólks um kynlíf.
Verkefnið getur verið para- eða hópverkefni og má vinna með nemendum á unglingastigi
grunnskóla og í framhaldsskólum.
Nemendur fjalla um eftirfarandi spurningar og skrá hjá sér niðurstöður:
•
Hvað merkir orðið
klám
?
•
Ætli allir séu sammála um skilgreiningu á klámi? Ef nei, hvers vegna ekki?
•
Ætli sé munur á milli kynja þegar kemur að því að skilgreina klám?
Ef já, hvers vegna? Hvernig er aðgengi að klámi?
•
Er hægt að tala um kosti og galla kláms? Ef já, rökstyðja svarið.
•
Hvað er átt við með klámiðnaði?
•
Er munur á því hvernig konur og karlar birtast í klámi?
•
Er nauðsynlegt eða ekki að sporna við klámi. Rökstyðjið svarið.
•
Hvað er átt við með hugtakinu klámvæðing? Nefna dæmi.
Niðurstöður eru kynntar og opnað fyrir umræður.