HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
46
fáanlegt. Heilsugæslan gefur út
Leiðbeiningar um alhliða kynfræðslu
sem finna má á
vef hennar. Þar er á mjög skýran hátt fjallað um hvernig byggja má upp heildstæða
kynfræðslu í skólum. Einnig má benda á vefinn
,
þar er m.a.
að finna umfjöllun um mörkin á milli kynlífs og ofbeldis. Kynfræðsla til unglinga
er gríðarlega mikilvæg, ekki síst í ljósi eftirfarandi staðreynda:
Íslenskar stúlkur byrja fyrr að hafa samfarir og eiga fleiri bólfélaga
en jafnöldrur þeirra á Norðurlöndunum (Kjaer, Tran, Sparen,
Tryggvadottir, Munk, Basbach, Liaw, Nygård og Nygård, 2007).
44% íslenskra pilta skoða klám oft í viku en meðaltal meðal jafnaldra
þeirra á Norðurlöndunum er 29% (Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón
Sigfússon, Álfgeir Logi Kristjánsson, Hrefna Pálsdóttir og Inga Dóra
Sigfúsdóttir, 2010).
Hvað merkir klám í ykkar huga?
Aukið aðgengi að klámi á síðustu árum hefur haft áhrif á hugmyndir ungs fólks um kynlíf.
Verkefnið getur verið para- eða hópverkefni og má vinna með nemendum á unglingastigi
grunnskóla og í framhaldsskólum.
Nemendur fjalla um eftirfarandi spurningar og skrá hjá sér niðurstöður:
Hvað merkir orðið
klám
?
Ætli allir séu sammála um skilgreiningu á klámi? Ef nei, hvers vegna ekki?
Ætli sé munur á milli kynja þegar kemur að því að skilgreina klám?
Ef já, hvers vegna? Hvernig er aðgengi að klámi?
Er hægt að tala um kosti og galla kláms? Ef já, rökstyðja svarið.
Hvað er átt við með klámiðnaði?
Er munur á því hvernig konur og karlar birtast í klámi?
Er nauðsynlegt eða ekki að sporna við klámi. Rökstyðjið svarið.
Hvað er átt við með hugtakinu klámvæðing? Nefna dæmi.
Niðurstöður eru kynntar og opnað fyrir umræður.
1...,38,39,40,41,42,43,44,45,46,47 49,50,51,52,53,54,55,56,57,58,...76