HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
38
Hreyfing
Dagsetning
Hvað varstu að gera?
Tími
Kvitta
Gerðu ráð fyrir að fara út tvisvar í viku, t.d. í æfingar, sund, út að hjóla
eða í stuttar gönguferðir.
Þegar þú ert búin(n) að fylla út blaðið skilar þú því til
_____________________________________________________ og færð nýtt blað.
Gangi þér vel!
Mynd 11 sýnir dæmi um hreyfiseðil.
Hvernig má ýta undir aukna hreyfingu í skólastarfi?
Útikennsla
– Flétta má saman útiveru, hreyfingu og námi í ólíkum
námsgreinum. Útikennslustofur eru við marga leik- og grunnskóla.
Ratleikir
– Með ratleikjum má tengja saman námsgreinar og skólahverfið.
Nemendur fara eftir ákveðnu kerfi um svæðið og leysa verkefni eða
þrautir.
Æfingar í skólastofu
– Þegar þreyta gerir vart við sig og athygli er farin
að dofna getur nokkurra mínútna hreyfiuppbrot í kennslustund bætt líðan
og aukið afköst. Nálgast má aðgengilegar æfingar á vefnum hjá Embætti
landlæknis. Einnig má benda á bækurnar
Hreyfistund
og
Snerting, jóga og
slökun
sem fást hjá Námsgagnastofnun.
Íþróttatímar
– Tryggja þarf að skipulag kennslustunda höfði jafnvel til
allra nemenda og að allir taki þátt.
1...,30,31,32,33,34,35,36,37,38,39 41,42,43,44,45,46,47,48,49,50,...76