HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
28
Myndir 9 og 10 sýna dæmi úr
námsefni grunnskóla þar sem
fengist er við hlustun og samskipti.
Hvaðmá gera til að efla samtals- og samskiptatækni?
Kenna og þjálfa samtalstækni þar sem allir fá að koma skoðunum sínum á
framfæri á skýran hátt. Þetta má gera með umræðum í hópi ungra barna, í
lífsleiknikennslu eða á vikulegum bekkjarfundum.
Rækta þarf góð samskipti í öllu skólastarfinu, í hópi starfsmanna og
í almennri kennslu. Fá má foreldra til að ræða heima við börnin um
mikilvægi góðra samskipta.
Kenna þarf börnum og ungmennum virka hlustun – að hlusta af athygli,
sýna það m.a. með því að horfa á þann sem talar og bregðast við því sem
hann segir.
Gera öllum ljóst að það er ekki hluti af góðum samskiptum að grípa fram
í fyrir þeim sem hefur orðið. Gott er að hafa til taks lítið kefli sem við
gætum kallað talsprota (e.
talking stick
) og setja þá reglu að aðeins sá
sem heldur á sprotanum hafi orðið og megi tala.
Allir verða að virða skoðanir annarra og átta sig á því hve stutt er á milli
þess að gera lítið úr því sem aðrir segja og þess að fordæma skoðanir
eða lífsstíl annarra. Bekkjarfundir eru góðir í þessu skyni.
Tillitssemi er órjúfanlegur hluti af góðum samskiptum og endurspeglar
tilfinningalæsi. Umræða um tilfinningar og þjálfun í að skilja eigin
tilfinningar og annarra er mikilvæg. Með klípusögum sem ýmist eru lesnar,
ræddar eða leiknar má læra að setja sig í spor annarra. Viðburðir úr
daglegu lífi, fréttir og frásagnir í fjölmiðlum geta líka verið góðar kveikjur.
námseining
Kennslustund 3
Vinnublað
Lykillinn að góðri hlustun
Lestu vandlega eftirfarandiupplýsingar.
Leiðbeiningar:
2.
A.
Einbeiting
Veittu þeim sem er að tala
alla athygli þína. Haltu
augnsambandi við hann.
Truflaðu hann ekki, segðu
ekki sögur af sjálfum/sjálfri
þér og segðu ekki álit þitt
nemaþú sért spurð(ur).
B.
Viðurkenning
Kinkaðukolli!Brostu!Gefðu
til kynna að þú skiljir þann
sem talar. Hlustaðu ávallt
af áhuga og með virðingu,
jafnvel þótt þú sért ekki
sammála.
C.
Að fá aðra til að
opna sig.
Hvettu þann sem er að tala
með því að ræða um hug­
myndir hans og tilfinningar
og spyrjaopinna spurninga.
námseining
Kennslustund 3
Vinnublað
Nafn:
Dags:
Hæfileikar mínir til að hlusta
Hugsaðu til ákveðins tímaá síðasta sólarhringþegarþú varstmeð
einhverjumeinstaklingieðahópi.Hugsaðuumþað semþúgerðirþá.
Leiðbeiningar:
2.
Þegar ég varmeð einstaklingi eðahópi:
1.
tókégekki fram íþegaraðrir voru að tala.
2.
hélt ég augnsambandi.
3.
fylgdist ég velmeðhugsunumogorðum annarra.
4.
hjálpaði égöðrum til að takaþátt í samræðunum.
5.
hjálpaði égöðrum til að talaum tilfinningar sínar.
6.
útskýrðiégmínareiginhugmyndir skilmerkilegaánþessaðhnjóða ínokkurn
annan.
7.
þvingaðiégekki skoðunummínumupp áþann sem varað tala.
8.
reyndiégaðgefaöðrum enmér færi á að tala.
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34,35,36,37,38,39,40,...76