HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
18
Jákvæð sálfræði byggir á ýmsum rannsóknum sem sýna áhrif bjartsýni og
svartsýni á líf fólks. Eins og hér er sýnt í töflu skipta þau áhrif miklu máli.
Áhrif bjartsýni og svartsýni á líf barna og ungmenna
Bjartsýn hugsun
•
Halda ótrauð áfram þrátt fyrir
erfiðleika eða mistök.
•
Eru sjálfsörugg.
•
Eru fær um að leysa mál –
sérstaklega ef á þeim eru
margar hliðar.
•
Ná betri námsárangri, eru
framtakssamari og ná betri
árangri í íþróttum en greindar-
eða hæfileikapróf myndu spá
fyrir um.
•
Eru við góða heilsu.
•
Eru vinsæl og í sterkum
félagslegum tengslum.
Svartsýn hugsun
•
Gefast upp, reikna með því að
þeim mistakist.
•
Finna fyrir hjálparleysi og jafnvel
þunglyndi.
•
Eiga alltaf von á því versta og
víkja sér því undan að leysa
mál.
•
Gengur mun verr en greindar-
eða hæfileikapróf myndu spá
fyrir um.
•
Búa við lélega heilsu, eru
næmari fyrir smiti og ekki eins
fær að taka heilsusamlegar
ákvarðanir.
•
Eru félagslega einangruð.
Craig, 2007; sjá einnig Fredrickson, 2009
Martin Seligman og Christopher Petersen settu saman lista yfir dygðir og styrkleika
þar sem taldar eru sex megindygðir
sem eru viska og þekking, hugrekki, kærleikur
og mannúð, réttlæti, hófsemi og yfirskilvitleiki (e.
transcendance
) og tuttugu og fjórir
skapgerðarstyrkleikar. Þeir leituðu m.a. fanga hjá Aristótelesi, í kristinni guðfræði,
kenningum Zaraþústra og Konfúsíusar og mannúðarheimspeki Búdda. Þessar
dygðir má telja alþjóðlegar (Kristján Kristjánsson, 2013). Í jákvæðu sálfræðinni
er lögð áhersla á að farsælt líf byggist á dygðugu líferni og því að láta gott af sér
leiða en ekki á því að fá óskir sínar uppfylltar í anda sældarhyggju.