Grunnþættir menntunar
15
Viðfangsefni og aðferðir
Hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (e.
United Nations Children’s Fund, UNICEF
)
beinast rannsóknir á velferð barna
og unglinga að sex þáttum: efnahag;
heilsu og öryggi; menntun; tengslum
við vini, félaga og fjölskyldu; hegðun
og áhættu; og áliti barna og ungmenna
á eigin velferð (UNICEF, 2007). Þessir
þættir eru margslungnir eins og þræðir
heilsufléttunnar og hafa gagnvirk áhrif
hver á annan, þeir snúast um margvísleg viðfangsefni og kalla á fjölbreytilegar
aðferðir eða lausnir. Hér verður nokkrum þessara atriða gerð skil.
Lífsleikni
Áherslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar á andlegt heilbrigði fylgdu tilmæli sem
lýstu því hvernig efla mætti færni barna og ungmenna til að takast á við lífið. Sú
færni fékk heitið lífsleikni (e.
life skills
) og var skilgreind þannig:
Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta
á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og
áskoranir daglegs lífs (WHO, 1993).
Fleiri alþjóðlegar stofnanir hafa fallist á mikilvægi náms í lífsleikni og undir lok
síðustu aldar, árið 1999, kom fram ný skilgreining frá Alþjóðaheilbrigðismála­
stofnun­inni og Sameinuðu þjóðunum:
Markmið náms í lífsleikni er að veita þjálfun og styrkingu í
félagssálfræðilegri færni sem hæfir viðkomandi menningu og
þroska barna og ungmenna: Lífsleikni er ætlað að efla persónu- og
2
Sannur mælikvarði á stöðu þjóðar er
hversu vel hún býr að börnum sínum –
heilsu þeirra og öryggi, efnaöryggi þeirra,
menntun þeirra og félagsmótun, ásamt
vitund þeirra um að vera elskuð, metin
að verðleikum og talin fullgild í þeirri
fjölskyldu og því samfélagi sem ól þau.
UNICEF, 2007
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...76