HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
12
Þegar við leitumst við að skýra hugtakið velferð eins og það birtist í námskrá
mætti líta svo á að það vísi til þriggja átta. Ein þeirra snýr að því efnislega, önnur
að tengslum og því félagslega, sú þriðja að huglægum eða andlegum þáttum
(White, 2008).
Efnislegir þættir velferðar snúa að ýmsum efnislegum gæðum
og möguleikum í daglegu lífi:
tekjur, auður og eignir
atvinnuþátttaka og athafnir sem auka lífslíkur
menntun og hæfni
líkamleg heilsa og geta
aðgengi að þjónustu og þægindum
umhverfisleg gæði
Tengsl og félagslegir þættir velferðar snúa að persónulegu tengslaneti,
áhrifum og félagslegu öryggi:
tengsl og sambönd sem einkennast af ást og umhyggju
tengslanet sem býður upp á stuðning
tengsl við ríkið, lög, stjórnmál, velferðarkerfið
félagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg samsemd og mismunun
ofbeldi, árekstrar og (ó)öryggi
rými fyrir persónulegar og félagslegar aðgerðir og áhrif
Huglæg velferð
(e.
subjective wellbeing
)
Efnisleg velferð
(e.
material wellbeing
)
Tengsl eða félagsleg velferð
(e.
relational wellbeing
)
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...76