Grunnþættir menntunar
11
Erfitt getur reynst að festa hendur á hugtakinu velferð. Sá skilningur sem gjarnan
er lagður í orðið er að það lýsi æskilegri, hagfelldri eða hagsælli stöðu einstaklinga
og hópa í efnislegu, félagslegu og andlegu tilliti. Hugtök á borð við öryggi,
vellíðan, heilnæmi, farsæld, efnahag, velmegun, hamingju og lífsgæði koma upp í
hugann og er þá margt ótalið. Skilningur á velferð tekur mið af þeirri menningu
og gildum sem eru ríkjandi í hverju samhengi og á hverjum tíma. Þess vegna er
afar erfitt að setja fastbundinn mælikvarða á hvað velferð merkir í raun og veru,
hugtakið er afstætt og orðræðan hverju sinni ætti að taka mið af því.
Allir í skólasamfélaginu taka þátt í að móta stefnuna: nemendur, skólaráð,
skólastjórn, kennarar, starfsfólk, foreldrar, skólahjúkrunarfræðingar og
fulltrúar nærsamfélags.
Ábyrgðarmaður fer fyrir stefnu skólans og hefur með sér stýrihóp sem
getur sett ábyrgðarmenn fyrir einstaka þætti stefnunnar.
Stefnan er samtvinnuð öllu almennu skólastarfi og námsgreinum eins og
kostur er.
Stefnan er kynnt reglulega við ýmis tækifæri og fyrir öllu
skólasamfélaginu.
Allir í skólasamfélaginu taka þátt í að framfylgja stefnunni.
Í skólanum er heilbrigðisfræðsla á vegum skólaheilsugæslunnar.
Sett eru mælanleg markmið og önnur viðmið til að meta framkvæmd og
árangur og endurmeta áætlanir.
Heilsueflandi skóli leitast við að ...
veita nemendum heilsusamlegt umhverfi, hvort sem horft er til líkamlegra,
andlegra eða félagslegra þátta.
vinna með foreldrum og nærsamfélaginu.
tryggja jafnan aðgang að fjölbreyttu námi.
vera jarðvegur fyrir virkni, samvinnu og þróun.
tryggja að skólanámskráin taki mið af þörfum nemenda.
Frekari upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi skóli er að finna á heimasíðu Embættis landlæknis.
Punktar hér að framan eru byggðir á þeim.
1...,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12 14,15,16,17,18,19,20,21,22,23,...76