Grunnþættir menntunar
21
með að hafa áhrif á sjálfsmynd barnsins. Foreldrar eru hér í lykilhlutverki ásamt
kennurum, vinum og öðrum þeim sem vinna með barninu eða unglingnum í
skipulögðu starfi.
Einstaklingarmeð jákvæða sjálfsmynd, sembyggist á raunsannri sjálfsþekkingu,
eru vissir um stöðu sína í lífinu. Þeir eru sjálfsöruggir, þekkja styrkleika sína og
veikleika, ná oftast árangri og eiga hægt með að láta sér líða vel. Þetta á jafnt við
um námsárangur og annað sem fólk tekur sér fyrir hendur. Kennarar og annað
starfsfólk skóla eru því í þýðingarmiklu hlutverki. Nemendur þróa sjálfsmynd sína
á jákvæðan veg í jákvæðu og hvetjandi skólaumhverfi. Starfsmenn skólanna eru
í leik og starfi í miklum samskiptum við nemendur á mikilvægum mótunartíma
í lífi þeirra. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skóla eru færir á þessu sviði og
hafa tamið sér samskiptamáta við börn og ungmenni sem er uppbyggjandi fyrir
sjálfsmynd þeirra sem eru að vaxa úr grasi.
Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir styrkleikum sínum og læri að
beita þeim til að bæta úr veikleikum. Í því skyni hefur nýst vel að styðjast við
fjölgreindakenningu Howards Gardner (1983). Hann hefur sett fram kenningu
um að maðurinn búi yfir mörgum greindum. Hver einstaklingur býr yfir sinni
sérstöku greindasamsetningu sem getur breyst með tíma og reynslu. Þeir sem
vinna með nemendum í skóla eiga þess kost að efla jákvæða sjálfsmynd þeirra
með því að virkja áhugasvið þeirra og gefa því vægi í skólastarfi. Nefna má
þátttöku í íþróttum, skátum, björgunarsveitum, dansi, tónlistarnámi eða öðru
listnámi, ýmiss konar söfnun, ljósmyndun, fluguhnýtingar eða önnur viðfangsefni.
Fjölmörg áhugamál eru þess eðlis að auðvelt er að flétta þau inn í skólastarf og
þannig má veita nemendum tækifæri til styrkja sjálfsmynd sína. Vinna sem þeir
hafa gleði af hjálpar þeim að ná góðum árangri og blómstra í skólanum. Eftir því
sem börn og unglingar eldast fjölgar valkostum og nemendur standa frammi fyrir
vali á milli valgreina, námsbrauta, skólagerða og jafnvel búsetu.
Ekki er víst að áhugasvið og hæfileikar stýri alltaf valinu, oft og tíðum snýst
ákvörðunin fyrst og fremst um að fresta því að velja til að geta fylgt hópnum.
Ef val, á hvaða skólastigi sem er, byggist ekki á áhuga eða færni er hætt við að
viðfangsefnið verði óspennandi, að virkni í námi verði minni en ella og árangur
1...,13,14,15,16,17,18,19,20,21,22 24,25,26,27,28,29,30,31,32,33,...76