Grunnþættir menntunar
17
dóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson, Sæmundur Hafsteinsson) í þessum anda kom
til dæmis út árið 2004. Henni var m.a. ætlað að styrkja kennara í að fjalla um
tilfinningar þar eð slík kennsla kallar á önnur vinnubrögð en almennt tíðkast í
hefðbundnum námsgreinum. Viðfangsefni og aðferðir voru sóttar til þekkingar,
reynslu og aðferða sálfræði en mörgum heimspekingum, einkum siðfræðingum,
þótti vanta markvissari og dýpri umfjöllun um siðfræðileg efni í lífsleikni (sjá
Kristján Kristjánsson, 2001 og 2006).
Námsgreinin lífsleikni þróaðist áfram og nú er komin til sögunnar ný
vídd eða nálgun sem byggir á heimspeki og jákvæðri sálfræði
.
Hún
hefur átt
vaxandi fylgi að fagna og er það fyrst og fremst vegna þess að lögð er áhersla
á siðfræði, dygðir og gildi en einnig á jákvæðar hliðar mannlífsins, farsæld og
hamingju. Jákvæð sálfræði kom fram seint á síðustu öld. Sálfræðingarnir Martin
Seligman og Mihaly Csikzentmihalyi eru upphafsmenn hennar í núverandi mynd
en byggja hana á gömlum grunni: siðfræði Aristótelesar, mannúðarsálfræði
(Carl Rogers og Abraham Maslow), persónuleikasálfræði (Gordon Allport),
póst-upplýsingarstefnu og siðfræði, forvörnum og heilsu (Boniwell, 2006).
Frumkvöðlarnir lögðu áherslu á að í jákvæðri sálfræði væri leitast við að skilja
og efla styrkleika og dygðir sem gætu gert einstaklingum og samfélögum kleift
að blómstra (Seligman og Csikszentmihalyi, 2000), (sjá einnig Penn Positive
Psychology Center og International Positive Psychology Association).
Það eru einkum tvær kenningar sem takast á í umræðu um hvað sé gott og
farsælt líf. Annars vegar sældarhyggjan (e.
hedonism
) og hins vegar farsældarhyggjan
(e.
eudaemonism
). Sældarhyggjan á rætur að rekja til Aristuppusar (435–366 f.Kr.)
og Epicurusar (342–270 f.Kr.) en meginhugmyndin er að auka ánægju og draga
úr þjáningu og að það sé nánast siðferðileg skylda okkar að efla ánægjulega
lífsreynslu. Farsældarhyggjuna rekjum við til hugmyndar Aristótelesar (384–322
f.Kr.) um farsæld – að vera trúr sínum innri manni. Samkvæmt Aristótelesi felst
sönn hamingja eða farsæld í því að greina dygðir sínar, leggja rækt við þær og lifa
í samræmi við þær. Forsendan er að fólk eigi að leggja rækt við það besta sem það
býr yfir og nýta þá færni og hæfni til að láta gott af sér leiða – einkum í tengslum
við velfarnað annarra eða í þágu mannkynsins.
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...76