HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
8
Heilbrigði og velferð
Í almennum hluta aðalnámskrár (2011) fyrir skólastigin þrjú, leik-, grunn- og
framhaldsskóla, segir að heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri
vellíðan. Heilbrigði og líðan ráðist af flóknu samspili einstaklings og umhverfis
og að í öllu starfi skóla þurfi að stuðla að velferð nemenda. Hugtökin heilbrigði
og velferð eru býsna margslungin þegar grannt er skoðað.
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (e.
World Health
Organization, WHO
) sem sett var fram á fimmta áratug síðustu aldar snýst heilbrigði
ekki bara um baráttu við sjúkdóma og heilsubrest heldur líka líkamlega, andlega
og félagslega líðan (WHO, 1946). Og heilbrigði snýr ekki bara að einstaklingum
heldur ekki síður að mannréttindum, efnahagsmálum og stjórnmálum almennt.
Enda þykja rannsóknir hafa sýnt að ekkert hafi neikvæðari áhrif á almennt
heilbrigði en ójöfnuður og fátækt (Marmot, Atkinson, Bell, Black, Broadfoot og
Cumberlege, 2010).
Skólar eru til þess fallnir að efla jafnréttisvitund nemenda og eiga að gegna
því lykilhlutverki. Einnig má segja að skólaskylda og skólastarf séu hornsteinar
jafnræðis í samfélaginu. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla þegar horft
er til félagslegs umhverfis eða efnahags foreldra. Langflest börn sækja leikskóla
í hverfinu sínu eða nálægt vinnustað foreldra og ganga í sinn hverfisskóla ásamt
öðrum börnum í hverfinu. Í flestum hverfum eða byggðarlögum er líka breiður
hópur íbúa. Því má segja að í skólum gefist einstakt tækifæri til að jafna stöðu
nemenda og skapa kringumstæður sem efla andlega heilsu og bæta félagslega
líðan barna og unglinga. Í skólum fer fram stór hluti af félagsmótun nemenda,
vinna við að efla sjálfsmyndina og rækta góð samskipti við aðra. Þar gefast líka
tækifæri til að efla líkamlega hreysti og móta jákvæð viðhorf nemenda til útiveru
og hreyfingar, heilnæmra lífshátta og hollrar næringar. Með almennri menntun
drögum við úr aðstöðumun barna og unglinga og leitumst við að tryggja öllum
tækifæri til þroska og góðrar heilsu. Í skólum eru nemendur þjálfaðir í að nýta
1
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...76