Ritröð um grunnþætti menntunar
Heilbrigði og velferð–
Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum
© 2013 Margrét Héðinsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir og Erla Kristjánsdóttir
Kápuhönnun: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Umbrot og textavinnsla: Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Námsgagnastofnun
Ritnefnd: Berglind Rós Magnúsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Torfi Hjartarson
Tengiliður við Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Sesselja Snævarr
Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir, Sylvía Guðmundsdóttir
2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja – umhverfisvottuð prentsmiðja
ISBN 978-9979-0-1629-8
Heilbrigði byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan. Það
ræðst af flóknu samspili einstaklings við umhverfi sitt og félagslegum
kringumstæðum. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla
markvisst að velferð og vellíðan óháð efnahag og aðstæðumenda verja
börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Helstu áhersluþættir
heilbrigðis eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring,
hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði
og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Allir þurfa að fá tækifæri
til að njóta styrkleika sinna og byggja upp trausta sjálfsmynd sem
er undirstaða þess að geta tekið upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í
tengslum við eigið heilbrigði. Veita þarf fræðslu um gildi hreyfingar,
efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til að hreyfa
sig. Í skólaumhverfinu þarf að stuðla að heilsusamlegu fæðuvali með
fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat.