Grunnþættir menntunar
9
margbreytilega hæfileika sína, vinna með öðrum, taka tillit til samnemenda og
mynda með sér jákvætt og hvetjandi samfélag.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að skólinn getur eflt heilbrigði þeirra
sem standa höllum fæti og hefur til þess margar leiðir. Hollt mataræði, hreyfing
og hvíld hafa jákvæð áhrif og vinna gegn skaðlegum áhrifum álags. Samkennd,
stuðningur og virðing efla heilbrigði og vellíðan og miklu skiptir að eiga samleið
með öðrum, njóta viðurkenningar og geta tilheyrt hópnum. Með því að sinna
vel þessum þáttum í skólastarfinu er ýtt undir heilbrigði og velferð allra barna og
unglinga. Um leið eru þetta þættir sem starfsfólk skóla getur sinnt af sérstakri
kostgæfni þegar um er að ræða börn eða unglinga sem af einhverjum ástæðum
búa við skort að þessu leyti. Þannig má hafa afgerandi áhrif á heilbrigði þessara
barna og framtíðarmöguleika (Getz, Kirkengen og Ulvestad, 2011).
Víða um heim er horft til heilsueflandi skóla sem starfa í anda
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar og alþjóðlegra stefnumiða. Þar kemur fram að
heilsueflandi skóli stuðlar í öllu starfi sínu að góðri heilsu nemenda og leitast við að
tengja saman fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Heilsan ráðist af samspili okkar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir okkur hvert og eitt búa við andlega heilsu eða
velsæld (e.
state of well-being
) þegar við gerum okkur grein fyrir eigin möguleikum,
getum tekist á við eðlilega streitu daglegs lífs, unnið á árangursríkan og skilvirkan
hátt og lagt okkar af mörkum til samfélagsins (WHO, 2011). Þarna er bent á tengsl
á milli andlegrar velsældar og heilbrigðis og áhugavert er að skoða þau tengsl í ljósi
nýlegra rannsókna í læknisfræði sem sýna að streita og mikið álag hafa skaðleg áhrif
á litningana eða erfðaefnið (Shonkoff, Boyce og McEwen, 2009). Á endum litninga
eru svonefndar kirnaraðir (e.
telomeres
) sem eiga að vernda litninginn og þar með
líkamann. Kirnaraðirnar styttast við mikið álag eða áföll og við öldrun. Einnig er vitað að
ýmiss konar reynsla og upplifun leiðir til mælanlegra breytinga í þroska taugakerfisins,
hormónajafnvægi og ónæmiskerfi. Niðurbrjótandi hugsanir, vanlíðan eða álag geta
kallað fram neikvæð einkenni. Erfið samskipti, einelti, langvarandi niðurlæging,
áföll í fjölskyldu, skilnaður foreldra, alvarleg veikindi nákominna, óöryggi eða þrálát
vanmáttarkennd gagnvart verkefnum sem torvelt er að leysa, allt getur þetta valdið
bæði andlegum og líkamlegum sjúkdómum.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...76