Grunnþættir menntunar
19
Danski menntunarfræðingurinn Hans Henrik Knopp (2011) tilgreinir hvernig
skólinn geti stutt betur nám barna og ungmenna.
Nemendur læra betur þegar …
þeir eru andlega og líkamlega heilbrigðir
þeir hafa sjálfsstjórn og ráða við aðstæður
kennarar eru góðar fyrirmyndir í námi og skapandi starfi
þeir búa yfir innri hvatningu
jákvæðni ríkir (gleði, þakklæti, friðsemd ...)
framtíðin er björt
kennslan fellur að skapgerðarstyrk þeirra
kennslan fellur að námsstíl þeirra
námsumhverfið er listrænt og örvar skilningarvit þeirra
nám og kennsla líkist uppgötvunarferli
þeir geta verið skapandi
félagsleg tengsl þeirra eru traust
saman fer að vera einstakir einstaklingar og hluti af félagahópi
saman fer jákvæður stuðningur og jákvæð ögrun (bls. 101–102).
Þennan lista byggir Knopp á hugmyndum jákvæðrar sálfræði á sama hátt og
breski kennarinn Ian Morris (2009) sem hefur skrifað handbók fyir kennara. Hann
sækir viðfangsefni til sálfræði, jákvæðrar
sálfræði, heimspeki; rökfræði og siðfræði,
taugalífeðlisfræði og heilarannsókna,
heilsufræði; um andlega og líkamlega heilsu
og núvitund (e.
mindfulness
). Bók Morris
kom út í íslenskri þýðingu árið 2012.
Jákvæð sálfræði hefur fengið nokkuð
harða gagnrýni, m.a. fyrir að gera of mikið
úr áhrifum jákvæðni. Óraunhæft sé að telja
fólki trú um að hver sé sinnar gæfu smiður
óháð aðstæðum og samfélagsöflum (sjá t.d.
Farsælt líf
Jákvæð huglæg reynsla
Mikilvægi þess að leggja rækt
við jákvæðar tilfinningar
Um fortíðina (þakklæti,
fyrirgefning)
Um nútíðina (núvitund, að njóta)
Um framtíðina (von, bjartsýni)
Peterson og Seligman, 2004
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...76