HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
10
við umhverfið sem okkur er búið og við tökum þátt í að móta. Þá er ekki aðeins átt
við ytra umhverfi heldur einnig ríkjandi lífsviðhorf og félagslegan stuðning. Allt
hefur þetta áhrif á lífshætti, heilsu og líðan nemenda. Hér á landi hefur Embætti
landlæknis ásamt velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneytinu
haft þetta verkefni með höndum og átt um það samvinnu við ýmsa aðila. Verkefni
undir þessu heiti beinast að grunn- og framhaldsskólum en margir leikskólar hafa
einnig tekið þátt og beitt sér á þessu sviði. Verkefnið lýtur að þáttum sem snúa
að nemandanum sjálfum, lífsstíl, geðvernd, næringu, hreyfingu, skólabyggingum,
umhverfi, þátttöku og lýðræði í skólasamfélaginu, heimili nemandans og
nærsamfélagi. Þátttakendur fá handbók og gátlista sem þeir geta stuðst við í sínu
starfi.
Heilsueflandi grunnskóli ...
stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks.
bætir námsárangur.
örvar til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræði og
mannréttindum.
sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúir að nemendum.
eflir nemendur og fær þá til að taka virkan þátt í námi og félagslífi.
tengir saman heilsu- og menntamál.
tekur á heilsu og vellíðan alls starfsfólks.
vinnur með foreldrum og sveitarstjórn.
fléttar heilsumálin saman við daglegt skólalíf, námskrá og árangursmat.
setur sér raunhæf markmið byggð á nákvæmum upplýsingum og traustum
gögnum.
leitast við að gera æ betur, fylgist með, metur stöðuna og endurmetur
aðgerðaáætlanir.
Meginviðmið fyrir heilsueflandi skóla
Heildstæð og skýr stefna um mataræði og tannheilsu, hreyfingu og
öryggi, geðrækt, lífsstíl, nemendur, starfsfólk, heimili og nærsamfélag.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...76