Grunnþættir menntunar
13
Huglægir þættir velferðar snúa að gildum, skynjun og reynslu:
skilningur á grunngildum og siðferðislegum reglum
hugmyndir um sjálfið og persónuleiki
vonir, ótti og væntingar
trú á tilgang og tómhyggja
fullnægja og ófullnægja á ýmsum stigum
traust og trúnaður
Þó að lengi megi velta vöngum um einstök atriði og áherslur í ofangreindri
upptalningu sýnir hún vel að heilbrigði og velferð snerta marga þætti í daglegu lífi
og samfélagsháttum. Um leið verður ljóst að heilbrigði og velferð koma víða við
uppeldi og skólastarf.
Tengsl við aðra grunnþætti
Heilbrigði og velferð tengjast öðrum grunnþáttum menntunar með ýmsu móti.
Til að mynda telst það til mannréttinda að hver og einn fái notið heilbrigðis og
velferðar og að unnið sé gegn misrétti og ofbeldi af hvaða toga sem er í öllu
skólastarfi. Sjálfbærni tengist möguleikum núlifandi og komandi kynslóða til að
njóta heilsusamlegs lífs og í því sambandi eru augljós tengsl við jafnrétti, lýðræði
og mannréttindi. Mikilvægt er að þekkja eigin líkama og bera skynbragð á eigin
heilsu, geta tjáð sig og vera fær um að afla sér þekkingar og færni sem eflir heilsu
og vellíðan. Þannig tengist læsi heilbrigði og velferð. Skapandi iðja og hugsun
gagnast í námi, starfi og leik og stuðlar að lífsfyllingu og lífsgæðum á ótal sviðum.
Læsi og sköpun byggja á ígrundun og greinandi hugsun sem styðja við nám og
þroska, heilbrigði okkar og velferð ævina á enda. Þannig mætti lengi telja.
Heilsuflétta
Eitt af hlutverkum skóla er að ala börn og ungmenni upp þannig að þau verði
leiðtogar í eigin lífi og fær um að spjara sig undir sem flestum kringumstæðum.
Á öllum skólastigum þarf að flétta saman þrjá þræði til að hámarka líkur á
að nemendur búi yfir þekkingu og færni sem gerir þeim kleift að að temja sér
1...,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 16,17,18,19,20,21,22,23,24,25,...76