HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
20
Ehrenreich, 2009) enda hljóti sjálfsmyndin að vera samofin félagslegum þáttum.
Jákvæð sálfræði er oft nefnd hamingjufræði en deilt hefur verið um hvernig eigi
að skilgreina hamingju, mæla hana og kenna (Suissa, 2008). Þá hefur Kristján
Kristjánsson (2011, 2012) pælt mikið í þýðingu jákvæðu sálfræðinnar fyrir uppeldi
og menntun, bæði kostum og annmörkum.
Sjálfsmynd
Sjálfið hefur í gegnum tíðina verið áhugavert rannsóknarefni margra fræðigreina.
Fram hefur komið ótrúlegur fjöldi sjálfs-hugtaka sem stundum getur verið erfitt
að greina að. Hugtakið
sjálfsmynd,
eins og við þekkjum það, leit dagsins ljós í
upphafi 20. aldar og nú eru flestir, lærðir og leikir, sammála um mikilvægi þess
að styðja börn og ungmenni við að þróa með sér heilbrigða sjálfsmynd byggða
á sjálfsþekkingu og sjálfsvirðingu. Þá er gott að hafa í huga greinarmuninn á
sældarhyggju og farsældarhyggju. Sældarhyggjan snýst fyrst og fremst um jákvæða
sjálfsmynd í sálfræðilegu tilliti en farsældarhyggjan leggur áherslu á raunsanna
sjálfsþekkingu og siðferðileg viðmið.
Sjálfsmyndin er ekki meðfædd. Hún er í sífelldri mótun alla ævi. Smám saman
fá börn í gegnum umhverfi sitt og samskipti við aðra skilaboð sem þau raða
svo saman í sjálfsmyndina. Allt sem sagt er og gert myndar hluta af þessari
flóknu mynd sem við höfum af okkur sjálfum. Þær manneskjur, sem börn og
ungmenni bera mesta virðingu fyrir og skipta þau mestu máli, hafa sterkari áhrif á
sjálfsmynd þeirra en aðrir. Þannig á sá sem barnið ber mikla virðingu fyrir auðvelt
Samkvæmt farsældarhyggjunni er myndin flóknari. Þá skiptir sjálfsvirðingin
miklu máli, hún er eins konar grunnur, en svo er líka mikilvægt að maður sé ekki
blekktur um eigið sjálf, þ.e. hafi góða sjálfsþekkingu. Og loks er ekki nóg að
verðleikarnir séu til staðar (sjálfsvirðingin) og að þekkingin á þeim sé raunsönn
(sjálfsþekkingin) heldur þarf mat manns líka að vera viðeigandi og þá jákvætt ef
verðleikarnir standa undir því.
Ólafur Páll Jónsson, 2012