HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
30
Í skólanum
Í stað gagnrýni …
Kennari:
Þú átt enn eftir tvö síðustu
dæmin! Ef þú silast svona áfram
verður þetta aldrei búið.
Nemandi:
Ég er vonlaus.
Í stað þess að hafna
tilfinningum …
Nemandi:
Þessi saga er
heimskuleg.
Kennari:
Nei, hún er það ekki. Hún
er mjög áhugaverð.
Nemandi:
Ég hata lestur.
Kennari:
Nei, þú gerir það ekki. Þú
kannt vel að lesa.
Nemandi:
Það eru of mörg orð í
henni.
Kennari:
Nú læturðu kjánalega.
Orðin eru öll auðveld.
Nemandi:
Þetta er of erfitt.
Kennari:
Þú reynir ekki einu sinni.
Þú bara nennir þessu ekki.
... má lýsa því sem vel er gert
og því sem eftir er:
Kennari:
Þetta er meira en hálfnað
hjá þér! Þrjú dæmi búin og þú átt
bara tvö eftir!
Nemandi:
Ég get þetta alveg.
... má ræða þær:
Nemandi:
Þessi saga er
heimskuleg.
Kennari:
Það er eitthvað sem þér
líkar ekki við hana.
Nemandi:
Hún er leiðinleg. Hverjum
er ekki sama um Siggu Jóns?
Kennari:
Ó, það er sögupersónan
sem vekur ekki áhuga þinn.
Nemandi:
Nei, mér fannst síðasta
sagan sem við lásum skemmtileg –
um hestinn og hundinn.
Kennari:
Viltu helst lesa um dýr?
Nemandi:
Já, ég held það. Þegar
þessi er búin ætla ég að fá bók um
hunda.
Kennari:
Ég skal hjálpa þér að finna
þannig bók þegar við förum næst á
safnið.