Grunnþættir menntunar
39
•
Val
– Bjóða má börnum og ungmennum upp á fjölbreytt val um hreyfingu
innan dyra og utan.
•
Virkni utan skóla
– Meta má sem hluta af námi skipulagða og
reglubundna hreyfingu nemenda eins og í íþróttum, björgunarsveitum,
ferðafélögum eða gönguklúbbum.
•
Stuðningur
– Bjóða má þeim sem þess þurfa upp á stuðningstíma í
íþróttum eða sundi. Skipuleggja má með þeim gönguferðir í íþróttatímum
og nota skrefamæli til að fylgjast með hreyfingu. Sumum finnst hvetjandi
að færa skrefin sín inn á línurit og sjá aukinn árangur gönguferða.
•
Útileikir
– Kenna ætti börnum ýmsa útileiki sem eru á góðri leið með að
gleymast.
•
Almenn hreyfing
– Ýta má undir hreyfingu í daglegu skólastarfi, hvetja
nemendur til að ganga eða hjóla í skólann.
•
Lóðin
– Skóla- og leikskólalóðin þarf að vekja jákvæð hughrif, vellíðan,
bjóða upp á fjölbreytta möguleika á hreyfingu og sköpun. Skipulag hennar
þarf að vera þannig að umhverfið nýtist til frjálsra leikja, skipulagðrar
útiveru og kennslu. Um leið og tryggja þarf öryggi á lóðinni verða
allir að fá tækifæri til að efla hreyfifærni sína og fara aðeins út fyrir
þægindarammann.
•
Hvetja til þátttöku í átaksverkefnum
–
Á vegum Íþróttasambands
Íslands eru
Lífshlaupið
að hausti og
Hjólað í vinnuna
að vori. Ýmis hlaup
eru í boði árið um kring, líka fyrir börn og unglinga og á sumardaginn
fyrsta er hlaup víða um land fyrir alla aldurshópa. Þá má nefna áheitahlaup
eins og
Apahlaupið
á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
og
Reykjavíkurmaraþonið
.