HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
36
Dæmi um góðar venjur í skólum
Drykkir eins og mjólk og vatn í stað ýmiss konar safa hafa mælst vel fyrir
þar sem því hefur verið komið á. Það er liður í að bæta tannheilsu því sætir
og súrir drykkir eru skaðlegir tönnum.
Í mörgum leikskólum er boðið upp á ávaxtastund og í grunn- og
framhaldsskólum er víða framreiddur salat- og ávaxtabar sem hluti af
mataráskrift.
Nemendur eru hvattir til að hafa með sér ávexti eða grænmeti í nesti.
Reynst hefur vel að kennarar eða starfsmenn borði með nemendum í
hádegi. Nærvera þeirra veitir aðhald og notalegt andrúmsloft auk þess
sem þeir eru mikilvæg fyrirmynd.
Nokkrir grunn- og framhaldsskólar bjóða nemendum sínum hafragraut
á morgnana. Það hefur gefist vel enda sýna kannanir að nemendur í efri
bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla borða síður morgunmat heima.
Skólar geta lagt sitt af mörkum til tannverndar barna og gert flúorskol að
fastri reglu, t.d. eftir hádegismat einu sinni í viku en rannsóknir hafa sýnt
að bæta má tannheilsu verulega með flúorskoli (Chen, Ling, Esa, Chia,
Eddy og Yaw, 2010). Tannheilsa íslenskra barna er mun slakari en
tannheilsa í nágrannalöndum. Samkvæmt íslenskri rannsókn eru 80%
15 ára barna með byrjandi skemmdir í glerungi og 12 ára eru með meira
en tvöfalt fleiri skemmdar eða viðgerðar tennur en í nágrannlöndunum
(Agustsdóttir, Gudbrandsdottir, Eggertsson, Jonsson, Gudleifsson,
Sæmundsson, Eliasson, Arnadottir, Holbrook, 2010). Minna þarf foreldra
á að fylgjast með því að börn þeirra bursti tennur á morgnana og kvöldin.
Hreyfing
Hreyfing þarf að vera hluti af daglegu skólastarfi. Rétt eins og næring og hvíld
er hreyfing nauðsynleg fyrir líkamlegan þroska barna og ungmenna. Vitað
er að hreyfing á unga aldri hefur ekki aðeins áhrif á heilsu og vellíðan á því
æviskeiði heldur einnig síðar á lífsleiðinni. Í ráðleggingum Embættis landlæknis
um hreyfingu segir að öll börn ættu að hreyfa sig minnst eina klukkustund á
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,...76