Grunnþættir menntunar
45
og hugmyndir. Tryggja þarf að í hópnum komi ekki fram niðurlægjandi eða
fordómafullar athugasemdir, að nemendur virði einkalíf hver annars og beri ekki
upp nærgöngular spurningar. Brýnt er að skapa traust og afslappað andrúmsloft
til að unnt sé að fjalla um alla þá þætti sem flétta þarf saman í fræðslunni.
Óformleg kynfræðsla kemur til kasta allra þeirra sem annast börn, foreldra þeirra
og starfsmanna skóla. Börn og unglingar þurfa að læra að í samskiptum sem snúa
að kynferðismálum gilda ákveðnar reglur og siðferðisleg mörk, hvað er viðeigandi
og óviðeigandi hegðun. Mikilvægt er að kennarar og starfsfólk skóla leiðbeini
nemendum í þessum efnum. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir samskiptum í
nemendahópnum og vísbendingum um fordóma og niðurlægjandi samskipti sem
geta farið leynt.
Námsgagnastofnun gefur út kynfræðsluefni fyrir grunnskóla. Á vef
Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, á slóðinni
,
er
fræðsluefni ætlað framhaldsskólakennurum og Embætti landlæknis gefur út efni
sem ber heitir
Örugg saman
og er ætlað til að þjálfa unglinga í að setja mörk í
samskiptum. Einnig er fræðslu og upplýsingar að finna á
Heilsuvefnum 6H
á
slóðinni
og hjá Embætti landlæknis er ýmiss konar fræðsluefni
Nokkur atriði sem fjalla þarf um í kynfræðslu fyrir unglinga
Kynhormón og starfssemi kynfæra
Kynþroski stráka og stelpna
Æxlun mannsins og fósturþroski
Kynhlutverk – karlar og konur sem kynverur
Kynhneigð
Gildismat og virðing í samskiptum
Jákvæð og neikvæð snerting
Kynferðislegt ofbeldi
Klám og klámvæðing
Staðalímyndir
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52,53,54,55,56,57,...76