Grunnþættir menntunar
49
Samþætting námsgreina
Í rannsókninni
Starfshættir í grunnskólum 2009–2011
(Rannsóknarstofa um þróun
skólastarfs, 2011) má sjá áhugaverðar niðurstöður um ólíka starfshætti í íslenskum
grunnskólum. Niðurstöður leiða í ljós að þar sem markvisst er unnið að því í
daglegu skólastarfi að auka áhrif og virka þátttöku nemenda sýna nemendur betri
samskipti, þeim líður betur og hafa jákvæðari viðhorf til skóla og náms. Með
þessum náms- eða starfsháttum er áhersla lögð á tengsl frelsis, ábyrgðar og innri
aga hjá nemendum.
Með auknum áhrifum nemenda er m.a. átt við að ...
auka val nemenda.
þjálfa nemendur í að setja sér markmið.
nemendur komi að því að skipuleggja skóladaginn.
nemendur hafi tök á að velja sér námsefni.
nemendur geti haft áhrif á vinnuhætti eða vinnulag.
nemendur geti komið að því að velja aðferðir við námsmat.
Heilbrigði og velferð eiga að vera samofin öllu námi og öllum námsgreinum
og mynda eina stóra heilsufléttu sem hefst strax í leikskóla og heldur áfram
upp grunn- og framhaldsskóla. Hugmyndaflug kennara og nemenda gefur
fjölbreytninni vængi. Námsgagnastofnun hefur gefið út fjölbreytt námsefni á
þessu sviði og einnig má nálgast margvíslegt efni á netinu. Fjölmörg félagasamtök
og stofnanir hafa einnig útbúið efni sem tengist heilbrigði og vellíðan og nýtist
skólum og nemendum á öllum aldri.
Vinna með börnum á leikskólaaldri einkennist af samþættingu. Dagleg
viðfangsefni eru sniðin að aldri og þroska barnanna og áherslur sem byggja
á heilbrigði og vellíðan fléttast á einn eða annan hátt inn í öll viðfangsefni.
Námsgreinar grunn- og framhaldsskóla, eins og lífsleikni, íþróttir, heimilisfræði,
samfélagsgreinar og ýmsar náttúrufræðigreinar, eru nátengdar áherslum um
heilbrigði og velferð. Að auki má auðveldlega flétta viðfangsefni um heilbrigði
og velferð inn í aðrar námsgreinar. Ef skólinn sem heild leggur línurnar, áhersla
er lögð á heilbrigði, jákvæðan lífsstíl og góða sjálfsmynd nemenda má greina
fjölmörg tækifæri til tenginga við allar námsgreinar.
1...,41,42,43,44,45,46,47,48,49,50 52,53,54,55,56,57,58,59,60,61,...76