Grunnþættir menntunar
43
Hvað einkennir kynhegðun barna fyrir
kynþroskatímabilið?
Börn 2ja til 5 ára
eru forvitin um líkama annarra.
spyrja spurninga um líkamsstarfssemi og kyn.
kanna skynjun líkama síns.
túlka bæði kynin í hlutverkaleikjum.
nota leikföng og dúkkur til að leika náin kynni þar sem ímyndunaraflið
fær að njóta sín.
Börn 6 til 12 ára
Samsvörun við annað kynið verður sterkari.
Aukinn áhugi á að kanna eigin líkama.
Aukinn forvitni um líkama annarra.
Kynferðislegar spurningar vakna.
Brandarar með kynferðisskírskotun í hópi jafninga.
Líkamleg snerting jafnaldra.
Leikir barna endurspegla gjarnan reynslu þeirra og það sem þau hafa heyrt og séð,
t.a.m. brjóstagjöf, faðmlög, samfarir (í fötum) og kossa þar sem foreldrar og börn
eru í aðalhlutverkum. Eðlislæg forvitni barna um líkama sinn og annarra drífur
leikinn áfram. Ástæða er til að vera á varðbergi ef leikurinn eða teikningar barna
fela í sér valdboð, vanlíðan, hótanir, yfirráð, ofbeldi eða atferli eins og að þrengja
hlutum í leggöng eða endaþarm, kyssa eða sjúga kynfæri. Ef grunur kviknar um
að barn eða unglingur hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun ber samkvæmt
lögum að tilkynna þann grun til barnaverndaryfirvalda.
Mikilvægt er að umræður um kynferðislega hegðun eða kynferðislega tilburði
nemenda í skóla séu yfirvegaðar og faglegar og einkennist af nærgætni og
virðingu. Gott er að spyrja opinna spurninga og gefa barninu tækifæri til að segja
frá því sem gerðist með eigin orðum. Segðu mér hvað þú varst að gera? Hvernig
datt þér í hug að gera það? Hver kenndi þér þetta? Hvernig líður þér þegar þú
gerir svona? Hafa þarf í huga að börn sem verða fyrir misnotkun fyllast gjarnan
1...,35,36,37,38,39,40,41,42,43,44 46,47,48,49,50,51,52,53,54,55,...76