Grunnþættir menntunar
47
Íslenskir unglingar nota smokk síður en jafnaldrar á Vesturlöndum.
Við síðustu samfarir notuðu 66% íslenskra ungmenna smokk en
meðaltal jafnaldra þeirra á Vesturlöndum og í Norður-Ameríku var
77% (Candace, Gabhainn, Godeau, Roberts, Smith, Currie, Picket,
Richter, Morgan og Barnekow, 2008).
Notkun á hormónagetnaðarvörn meðal kvenna 15 til 49 ára er mun
minni hér en á Norðurlöndunum en notkun á neyðargetnaðarvörninni
mest hér (NOMESCO, 2010).
Í rannsókn sem verið er að vinna úr kemur fram að samkynhneigðum
ungmennum líður mun verr í skóla en öðrum og eru mun líklegri
til að hafa reynt sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar (Sigrún
Sveinbjörnsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Ársæll Már Arnarson og
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, 2010).
Ljóst er að börn velta fyrir sér kynhneigð sinni ung að árum. Sú staðreynd
að samfélagið tekur gagnkynhneigð sem gefnum hlut og að skortur er á
samkynhneigðum fyrirmyndum á vafalítið þátt í vanlíðan þeirra sem eru að
uppgötva samkynhneigð sína. Umræða um transgender fólk, þá sem upplifa sig í
röngum líkama, hefur verið takmörkuð þar til á allra síðustu misserum og þekking
á málefnum þess er af skornum skammti í samfélaginu. Kennarar þurfa að skoða
hug sinn til samkynhneigðar og stöðu transgender fólks og gera sér fulla grein
fyrir að hugsanlega er meðal nemenda þeirra fólk í þeim sporum. Það krefst
vissrar færni að mæta þeim sem upplifir sig í röngum líkama, einstaklingi sem
jafnvel er farinn að hugsa um að láta leiðrétta kyn sitt. Starfsfólk skóla þarf að
búa yfir nauðsynlegri þekkingu til að hægt sé að mæta nemendum þar sem þeir
eru staddir, hlusta og leiðbeina fordómalaust. Með vandaðri kynfræðslu ætti að
vera hægt að leggja lóð á þær vogaskálar að allir njóti virðingar og skilnings og
hafi þá þekkingu og færni sem dugar til að geta notið heilbrigðs kynlífs án tillits
til kynhneigðar.
1...,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48 50,51,52,53,54,55,56,57,58,59,...76