HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
44
skömm og láta lítið uppi ótilkvödd. Ef grunur er um brot gagnvart barni þarf að
gæta fyllstu varúðar og standa eins faglega að málum og unnt er.
Samkvæmt lögum og reglugerðum hvílir sú skylda á heilbrigðisstarfsfólki og
kennurum að veita nemendum kynfræðslu. Kynfræðsla getur verið bæði formleg,
farið fram með skipulögðum hætti í sérstökum kennslustundum, og óformleg
þar sem vísað er til alls þess sem hefur áhrif á þekkingu og viðhorf nemenda
um kynferðisleg samskipti. Það er mikilvægt að skólastjórnendur tryggi að
skólahjúkrunarfræðingar í samvinnu við kennara fái góðan tíma með nemendum
til að sinna heilbrigðisfræðslu.
Kynfræðsla heyrir undir fleiri en eina námsgrein en mörkin eru ekki skýr. Því
er mikilvægt að í grunnskólum sé skilgreint í skólanámsskrá hvernig formlegri
kynfræðslu er háttað, hver beri ábyrgð á henni og hvernig samstarfi kennara og
skólahjúkrunarfræðinga er varið.
Í aðalnámskrá framahaldsskóla segir að í framhaldsskólum skuli hvetja
til heilbrigðs lífernis og heilsuræktar nemenda. Skólum ber því m.a. að leggja
áherslu á kynheilbrigði. Kynfræðsla í framhaldsskólum er með mismunandi
hætti. Í nokkrum skólum er hún hluti af lífsleikni en víða er eina kynfræðslan
stuttar heimsóknir frá heilsugæslunni eða læknanemum. Mest áhersla er þá oft á
getnaðar- og kynsjúkdómavarnir sem mikilvægt er að fjalla um en fræðslan má
ekki einskorðast við þá þætti þar eð flestir unglingar verða kynferðislega virkir á
framhaldsskólaaldri skv. rannsókn á kynhegðun íslenskra ungmenna (Rannsóknir
og greining, 2006). Þar kemur fram að 32% stúlkna og 28% drengja hafa kynmök
í fyrsta sinn á aldrinum 16 til 20 ára en álíka margir af báðum kynjum höfðu fyrstu
samfarir á grunnskólaaldri.
Kynfræðsla getur verið viðkvæmt mál því hún snertir oftast grundvallargildi
fólks eins og trú og lífsskoðanir. Því er mikilvægt að senda foreldrum upplýsingar
um fræðsluna og óska eftir samvinnu við þá ef ástæða er til. Á unglingsárum
er sjálfsmynd, tilfinningaþroski og gildi í mikilli mótun. Því þarf að vanda vel
kynfræðslu með unglingum og byggja á hugmyndum um jafnrétti, ábyrgð, virðingu
og sjálfsstjórn. Ljóst þarf að vera að kynlíf eða reynsla nemenda, kennara eða
foreldra er ekki til umfjöllunar heldur viðurkennd þekking á sviði kynheilbrigðis
ásamt skoðunum og gildum í samfélaginu. Allir eiga rétt á að hafa sína skoðun
1...,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45 47,48,49,50,51,52,53,54,55,56,...76