HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
34
hérlendis og erlendis, sem tekið hafa upp
sveigjanlegan skólatíma fyrir unglinga. Þeir
sem þess þurfa geta þá sofið aðeins lengur á
morgnana og unnið lengur á daginn. Þegar
litið er til þess hversu mikilvægur svefninn
er og hvaða afleiðingar svefnleysi hefur á
fólk er ekki úr vegi að skoða hvort taka
megi upp sveigjanlegra tímaskipulag fyrir
unglinga í skóla eða seinka skólabyrjun um
klukkustund.
Ónógur svefn hefur margt
í för með sér
•
Þreytu, slen, deyfð og syfju
•
Einbeitingarerfiðleika
•
Pirring
•
Aukna slysatíðni
•
Minni afköst
•
Erfiðleika í samskiptum
Slakað á!
Einfaldar leiðbeiningar við daglega slökun
•
Nemendur koma sér þægilega fyrir á stól eða á teppi á gólfinu.
•
Bakið beint og báðir fætur á gólfi ef setið er.
•
Handleggir niður með síðum eða í kjöltunni með lófa á lærum.
•
Sitja með lokuð augu.
•
Slaka vel á í öxlum.
•
Slaka vel á kjálkavöðvum og tungu – ná spennu úr andliti.
•
Anda rólega og djúpt inn um nefið og ímynda sér að loftið fari alveg ofan í
maga eða nafla.
•
Halda aðeins niðri í sér andanum.
•
Anda rólega út um munninn og tæma vel lungun.
•
Slaka á í öllum líkamanum – hreyfa hvorki legg né lið.
•
Reyna að tæma hugann en ef það tekst ekki þá beina huganum að
jákvæðri minningu.
•
Þegar slökuninni er að ljúka er best að byrja á því að hreyfa aðeins fingur,
tær, handleggi, axlir, bakið, hálsinn og höfuðið – opna síðan augun.
•
Á meðan á slökun stendur er gott að hlusta á róandi tónlist eða rólegar
leiðbeiningar kennara.