Grunnþættir menntunar
33
þarf daglúrinn að vera um hádegisbil til að vökutíminn síðdegis verði lengri en
vökutíminn að morgni en það er mikilvægt til að trufla síður nætursvefn barnanna.
Af þessum sökum er gott að hafa hádegismatinn snemma, til dæmis frá kl. 11
til 11:30, sérstaklega hjá yngstu börnunum. Margir foreldrar óttast að daglúrar
hjá börnum trufli nætursvefn. Ef daglúrinn er tekinn snemma er hægt að draga
verulega úr þeirri hættu. Grunnskólabörn þarfnast líka næðisstunda í skólanum
þar sem verkefnin eru lögð til hliðar og börnin geta notið hvíldar. Frímínútur
hvíla hugann frá náminu en rólegar stundir inni á milli þar sem stuðlað er að
hugarró eru líka góðar.
Kennarar nota ýmsar leiðir til að hvíla
og endurnæra nemendur
Lesa framhaldssögu fyrir hópinn.
Skipuleggja lestrarstundir þar sem börnin lesa bók að eigin vali.
Láta nemendur slaka á í sæti eða á teppi undir stjórn kennara.
Leika tónlist og fá nemendur til að teikna eða krota eftir tónlistinni.
Taka lagið með nemendum.
Fara með nemendum í stuttan leik.
Unglingar þurfa meiri svefn en þeim finnst gott að viðurkenna. Þeir þurfa 9
til 10 tíma svefn á hverri nóttu. Íslenskir unglingar eiga það sameiginlegt með
unglingum margra landa að sofa of lítið. Kynþroskanum fylgja miklar breytingar
á hormónaflæði og framleiðsla þessara hormóna og flæði þeirra um líkamann
fer fram í djúpum svefni. Fræðimenn hafa bent á að unglingar eiga oft erfitt
með að sofna á kvöldin, vegna þess að melatónín – hormón myrkursins – sem
gefur líkamanum merki um að sofna vinnur seinna hjá þeim en börnum og
fullorðnum og þar af leiðandi reynist mörgum unglingum erfitt að fara mjög
snemma á fætur á morgnana. Ástæða þess er ekki eingöngu sú að þeir komi sér
ekki í rúmið, hormónaflæði líkamans hefur einnig áhrif. Bent hefur verið á að
það myndi henta unglingum betur að fá að mæta í skólann kl. 9 en að mæta kl. 8
þegar líkamsklukka þeirra segir þeim að enn sé nótt. Dæmi eru um skóla, bæði
1...,25,26,27,28,29,30,31,32,33,34 36,37,38,39,40,41,42,43,44,45,...76