Grunnþættir menntunar
41
Hreinlæti og snyrtimennska
Hreinlæti er þáttur sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu fólks. Hér er bæði
átt við persónulegt hreinlæti en líka snyrtimennsku í meðferð persónulegra
hluta eins og skólabóka, ritfanga og skólatösku, umgengni í skólahúsnæði,
skólastofum, á göngum, snyrtingu og í matsal. Vitað er að starfsfólki líður
betur við vinnu og afkastar meiru ef húsnæði og starfsumhverfi er snyrtilegt
og fallegt. Það ber vott um virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfinu að ganga
vel um og vera hreinn og snyrtilegur. Því leggja kennarar á öllum skólastigum
áherslu að nemendur virði almennar umgengnisreglur og fylgi þeim. Brýnt er að
gefa gaum að ýmsum atriðum í tengslum við persónulega umhirðu nemenda, svo
sem hreinum fötum, hreinu hári, tönnum, höndum og nöglum. Að þessum þætti
koma bæði hjúkrunarfræðingur og umsjónarkennari. Allt sem viðkemur hreinlæti
og snyrtimennsku er nauðsynlegt að vinna í góðu samstarfi við foreldra.
Vitað er að algengasta smitleið baktería, veira og sníkjudýra ámilli manna ermeð
höndum og því er handþvottur mikilvæg leið til að verjast smiti og pestum. Það er
góð almenn regla að þvo sér um hendur áður en borðað er og eftir salernisferðir.
Að ala börn upp við þá sjálfsögðu venju er hluti af daglegu starfi og skólabrag.
Salerni þurfa að vera hrein og snyrtileg og tryggja þarf gott aðgengi að sápu og
handþurrkum eða handklæðum sem skipt er um reglulega. Hjúkrunarfræðingar
í grunnskólum kenna börnum handþvott í upphafi skólagöngu en það er eins
með þá færni eins og aðra að hana þarf að æfa og gott að fleiri minni á mikilvægi
handþvottarins.
Hluti af þroskaferli barna felst í því að þau vilja sjálf taka ákvörðun um ýmis
persónuleg mál, eins og í hvaða föt þau fara eða hvenær og hvort þau fara í
bað eða sturtu. Á unglingsárum gengur oft erfiðlega að fá suma unglinga til að
þvo sér. Einkum á það við um drengi. Mörg dæmi eru um að börn verði fyrir
aðkasti vegna slæmrar líkamslyktar eða vegna þess að fötin þeirra eru óhrein.
Umsjónarkennarar og aðrir sem annast börn í skólunum þurfa oft að hafa afskipti
af slíkum málum. Þá getur hjálpað að leita ráða hjá skólahjúkrunarfræðingi eða
náms- og starfsráðgjafa og fá aðstoð þeirra við að ræða við foreldra.
Ávallt þarf að sýna nærgætni þegar viðkvæm persónuleg mál eru rædd. Oftar
en ekki kemur þó í ljós að símtal kennarans virkar sem stuðningur við foreldra