HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
50
Hugmyndir að verkefnum sem byggja á samþættingu námsgreina
Upptaka járns í líkamanum
– Náttúrufræði og heimilisfræði. Nemendur
kanni hvers vegna járnskortur er algengt vandamál, sérstaklega hjá
stúlkum en hér á landi eru 18% 15 ára stúlkna með of litlar járnbirgðir í
líkamanum (Elísabet Margeirsdóttir, 2010). Einnig er áhugavert að skoða
áhrif kalks og C-vítamíns á járnupptöku.
Áhrif reykinga á úthald
– Náttúrufræði, lífsleikni og íþróttir. Skoða með
nemendum efnafræðilega ástæðu þess að reykingar draga úr
úthaldi fólks.
Þolpróf eða píptest
– Íþróttir, stærðfræði og lífsleikni. Hægt er að bjóða
nemendum að fara í einföld próf sem mæla súrefnisupptöku í líkamanum.
Þannig geta þeir fylgst með því hvort úthald þeirra breytist yfir önnina eða
veturinn. Nemendur fá fræðslu um þátt reglulegrar þjálfunar, næringar og
hvíldar. Niðurstöður prófanna færa þeir síðan inn á línurit sem hengt er upp
í íþróttasal og vistað hjá kennara eða nemanda.
Flokkun úrgangs í skólastofu og matsal og hann nýttur á
fjölbreyttan hátt
– Heimilisfræði, náttúrufræði, myndmennt og lífsleikni.
Þetta verkefni má vinna eitt og sér eða sem hluta af vinnu við t.d.
Grænfánaverkefnið sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni sem Landvernd
heldur utan um. Nemendur fá í upphafi fræðslu um umhverfismál, flokkun
og moltugerð. Allir verða að taka þátt í verkefninu en einstaka bekkir eða
nemendahópar geta fengið sérstök verkefni í tengslum við flokkunina, s.s.
að útbúa kynningu fyrir foreldra, búa til pappamassa úr pappír sem búið er
að flokka og vinna fjölbreytta hluti í myndmennt, nýta moltu sem verður til
á svæðinu í ræktun, t.d. á grænmeti. Hægt er að nota í fjölbreytt listaverk
ýmislegt sem til fellur og væri annars flokkað sem ónýtanlegt efni.
Vinna úr heilbrigðistölfræði
frá Embætti landlæknis
– Stærðfræði,
náttúrufræði, samfélagsfræði, lífsleikni o.fl. Nemendur á ýmsum aldri geta
unnið fjölbreytt verkefni upp úr gögnum frá embættinu og nýtt margvíslega
þekkingu og færni. Kennarar geta skráð sig á vef embættisins og
fengið fréttablaðið
Talnabrunn
sent í tölvupósti. Þar er að finna tölulegar
upplýsingar um heilsutengd málefni.
1...,42,43,44,45,46,47,48,49,50,51 53,54,55,56,57,58,59,60,61,62,...76