HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
56
Skólabragur
Skólabragur gefur til kynna starfshætti og þann anda sem ríkir í skólanum. Hann
litast af samskiptum nemenda, starfsmanna og foreldra. Góður skólabragur
endurspeglar gagnkvæma virðingu á milli manna og einkennir gjarnan skóla þar
sem allir taka þátt í að móta skólastarfið og geta haft jákvæð áhrif á vinnuhætti
og vinnulag. Að góðum skólabrag má stuðla með ýmsu móti. Hlúa þarf að líðan
nemenda og sjá til þess að þeir finni sig örugga í umhverfinu. Góður starfsandi
ýtir undir að nemendur tileinki sér hæfni í samskiptum, komi vel fram við aðra,
sýni umburðarlyndi, samkennd og skilning. Þeir tileinka sér sjálfsaga, læra að
taka ábyrgð á eigin hegðun, ganga vel um og virða skólareglur. Til þess þurfa
skólareglur að vera skýrar og eftirfylgd jákvæð. Mikilvægt er að fagleg reynsla og
hæfileikar starfsfólks fái að njóta sín.
Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og
starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Neikvæð samskipti
eins og stríðni, einelti og áreitni eru litin hornauga og sú regla í hávegum höfð að
allir eigi rétt á vinnufriði í skólanum til að geta nýtt sér allar kringumstæður þar,
námsefni og kennslu sem best.
Til að rækta jákvæðan skólabrag og halda honum við þarf skipulag og
kennslufyrirkomulag skólans að vera í sífelldri endurskoðun og þróun. Nemendur,
starfsfólk og foreldrar þurfa að vinna þétt saman og vera tilbúin að nýta hvert
tækifæri sem gefst til að ná settu marki. Skýr stefna um skólastarfið og góð
samvinna við grenndarsamfélagið skipta líka miklu.
Skólanámskrá þar sem lögð er áhersla á jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag
einkennist af
markmiðum sem lúta að því að auka heilbrigði og vellíðan nemenda.
Ýmist er unnið að markmiðum innan námsgreina eða þau birtast í
almennri stefnu skólans.
3
1...,48,49,50,51,52,53,54,55,56,57 59,60,61,62,63,64,65,66,67,68,...76