HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
52
Dagar á árinu
Margar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samtök hafa helgað vissum
málefnum sérstaka daga. Sameinuðu þjóðirnar og undirstofnanir þeirra hafa, svo
að dæmi sé tekið, stofnað til fjölda slíkra daga. Í kringum þá skapast oft umræða
um mál sem áhugavert getur verið að fjalla um á öllum skólastigum. Tilvalið
er að hafa þemavikur í tengslum við slíka daga og samþætta námsgreinar um
slík viðfangsefni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til marga slíka daga
og upplýsingar um þá má finna á viðburðadagatali á vefsetri stofnuninnar þar
velur að kynna sér sérstaklega eina fíkn. Að lokum kynnir hver hópur
niðurstöður. Það fer svo allt eftir aldri nemenda, tímaramma og umfangi
verkefnisins hve viðamiklar kröfur eru gerðar til efnistaka.
•
Sjálfboðavinna
– Lífsleikni, samfélagsfræði o.fl. Nemendur á öllum aldri
geta unnið sjálfboðastarf á ýmiss konar forsendum. Hægt er að hugsa
sér að halda hlutaveltu, basar eða flóamarkað – safna saman gömlu dóti
eða fötum og selja. Gefa má góðu málefni vinnuframlag með því að halda
skemmtun eða taka til hendinni þar sem þörf er á. Sjálfboðastörf stuðla að
samhygð og í sjálfboðavinnu fléttast saman mannúðarmál, mannréttindi og
ýmis sjónarmið sem snerta siðferðisvitund nemenda.
•
Verkefnatengt nám eða þemanám
– Þvert á námsgreinar,
bekkjardeildir og hópa. Í flestum skólum er a.m.k. einu sinni á ári brotin
upp hefðbundin stundaskrá en unnið í staðinn með ákveðið þema eða
grunnhugmynd. Tilvalið er að tengja áherslur um heilbrigði og velferð
við slíka daga, til að mynda heilsuviku, mannræktardaga, vinaviku eða
öryggisviku.
•
Hvað er að finna í fjölmiðlum?
– Ýmsar námsgreinar. Í fjölmiðlum er
auðvelt að finna margvíslega umfjöllun um málefni sem tengjast heilsu,
svo sem þætti, fréttir og greinar um samskipti, áhugamál, mataræði eða
hreyfingu. Auðvelt er að gera sér mat úr slíkum efnivið í kennslu.