HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
54
3. maí – Alþjóðadagur tjáningarfrelsis
Sameinuðu þjóðirnar halda alþjóðadag tjáningarfrelsis árlega til að vekja athygli
á meginreglum frjálsrar fjölmiðlunar. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni
-
project-activities/world-press-freedom-day/homepage/
.
31. maí – Alþjóðlegur tóbakslaus dagur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vekur athygli á skaðsemi tóbaks 31. maí ár
hvert. Allar nánari upplýsingar má finna á vef stofnunarinnar.
September – Samgönguvika og bíllaus dagur
Evrópuráðið stendur fyrir samgönguviku sem haldin er í september ár hvert.
Hér á landi hafa nokkur sveitarfélög tekið þátt og endar hún gjarnan á bíllausum
degi. Þema hverrar viku má finna á slóð verkefnisins
.
eu/home/
.
29. september – Alþjóðlegi hjartadagurinn
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengir sjúkdómar. Markmið Alþjóðaheilbrigðis
málastofnunar með deginum er að vekja athygli á því að með heilsusamlegu
líferni er hægt að draga úr líkum á að fá þessa sjúkdóma. Nemendur, fjölskyldur
þeirra og kennarar gætu staðið fyrir eða tekið þátt í hlaupum, göngum eða öðrum
viðburðum sem gjarnan eru á þessum degi.
16. september – Dagur íslenskrar náttúru
Ríkisstjórn Íslands ákvað árið 2011 að tileinka íslenskri náttúru heiðursdag til að
undirstrika mikilvægi hennar. Honum hefur verið fagnað með ýmsu móti um allt
land. Sjá nánar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis á slóðinni
umhverfisraduneyti.is
.
21. september – Alþjóðlegur dagur friðar
Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið alþjóðlegan dag friðar síðan 1981. Hverjum
degi er valið ákveðið þema sem finna má á vefsetri samtakanna á slóðinni
http://
/
.