HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
64
2009). Mikilvægt er að starfsfólk skóla og aðrir sem starfa með börnum beiti
öllum tiltækum ráðum til að vernda þau og leitist við að draga úr áhrifum áfalla
eins og mögulegt er. Markviss fræðsla til starfsmanna skóla er ein helsta forsenda
þess að faglega sé tekið á slíkum málum. Stofnun áfallaráða eða áfallateyma og
gerð vandaðra áfallaáætlana sem styðjast má við þegar alvarleg áföll koma upp
treysta einnig líkurnar á að örugglega sé brugðist við óvæntum erfiðleikum. Þótt
nánasta fjölskylda standi næst barni sem fyrir áfalli verður geta kennarar og aðrir
fullorðnir sem starfa með barninu í skólanum lagt sitt af mörkum. Finni barn
að kennari þekkir og skilur aðstæður þess er líklegra en ella að það óttist ekki
að sýna tilfinningar ef sorg eða önnur áföll knýja dyra. Sorgarviðbrögð barna
eru oft óútreiknanleg og það veitir þeim öryggi að geta leitað til kennara síns
eða annars starfsmanns skólans ef það
þarf á stuðningi að halda. Oft koma fram
líkamleg einkenni hjá barni sem glímir við
sorg eða afleiðingar áfalla á borð við átök
á heimili. Mikilvægt er að þekkja þau, veita
þeim athygli þegar þau koma fram og hlúa
að barninu.
Einstaklingsbundið er hvernig sorgin
brýst út og því mikilvægt að huga að
hverjum og einum við slíkar aðstæður.
Oft þarf ekki flókin viðbrögð eða miklar
aðgerðir en kennari sem veit og skilur getur
gert gæfumuninn þegar áföll og afleiðingar
af þeim eru annars vegar.
Stoðþjónusta
Líðan er flókið samspil margra þátta í lífi hvers og eins. Ekki er sjálfgefið að
börn tali beint út um líðan sína og aðstæður. Kennarar og aðrir sem eru í nánu
sambandi við börn og ungmenni í skólanum átta sig oft á því ef eitthvað bjátar
á. Í sumum tilvikum getur þurft að leita til stoðþjónustu skóla sem er margþætt
Algeng viðbrögð
skólabarna eftir áfall
•
Aukinn pirringur og reiði
•
Tilfinningasveiflur
•
Félagsleg einangrun
•
Einbeitingarerfiðleikar
•
Grátur og depurð
•
Samviskubit – sektarkennd
•
Líkamleg einkenni, s.s. ógleði,
höfuðverkur, svimi, magaverkir,
vöðvaverkir/vöðvabólga og
almenn vanlíðan