Grunnþættir menntunar
63
Fara má í þrautakóng á lóðinni og herma m.a. eftir hreyfingum og
hljóðum dýra.
Útbúa má þrautabraut eða stíga fyrir ratleiki á lóðinni.
Öryggi
Öll börn og ungmenni eiga að finna til öryggis bæði innan veggja skólans og
úti á skólalóðinni en samkvæmt lögum eru gerðar miklar kröfur til öryggis
barna í skólum. Slys í grunnskólum hér á landi eru fleiri en í nágrannalöndum.
Samkvæmt tölum frá slysaskrá Íslands eiga tæp 20% slysa á börnum sér stað
í skólum, á skólalóðinni, á göngum eða í íþróttasal og er þá einvörðungu um
alvarleg slys að ræða. Í mörgum tilvikum má koma í veg fyrir slys með réttum
aðgerðum og bættri þekkingu starfsmanna á slysavörnum. Halda þarf reglulega
skyndihjálparnámskeið sem eru sérstaklega löguð að starfsfólki skóla og
kringumstæðum þar. Á leikskólastigi hefur slysum fækkað á undanförnum árum
og er það m.a. að þakka öflugu starfi í slysavörnum í leikskólum og aukinni
fræðslu til foreldra ungra barna.
Mikilvægt er að börn og ungmenni geti treyst starfsfólki skóla. Því er eðlileg
krafa að skólastjórnendur kanni vel feril starfsfólks sem ræðst til starfa í skólum.
Til að tryggja öryggi nemenda enn frekar þarf að liggja fyrir viðbragðsáætlun við
áföllum eins og líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi sem nemendur gætu
orðið fyrir í skólanum eða á öðrum vettvangi. Á netinu leynast margar hættur
sem skólar þurfa að vera vakandi fyrir og vernda nemendur gegn. Benda þarf
foreldrum á að gæta öryggis barna á netinu heima fyrir en í því sambandi má
benda á
SAFT, samfélag, fjölskylda og tækni
sem er vakningarátak um örugga notkun
barna og unglinga á upplýsingatækni. Vefur SAFT er á slóðinni
og þar er að finna holl ráð til foreldra.
Áföll
Alvarleg áföll hafa áhrif á heilsu, líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að
einstaklingur sem verður fyrir tveimur til þremur áföllum í æsku er líklegri til að
þjást af heilsubresti sem fullorðinn en sá sem ekki á slíka reynslu að baki (Shonkoff,
1...,55,56,57,58,59,60,61,62,63,64 66,67,68,69,70,71,72,73,74,75,...76