Grunnþættir menntunar
59
Samskipti starfsfólks og foreldra
Samskipti við foreldra og heimili barna og ungmenna eru hluti af skólastarfinu.
Þau ráðast af aldri og þroska þeirra en líka kringumstæðum foreldra og félagslegri
stöðu. Að þessu þarf að huga. Formleg samskipti geta átt sér stað á nemenda-
og foreldrafundum, foreldrar heimsækja skóla af ýmsum tilefnum og stundum
talast fólk við í síma eða skiptist á tölvupóstum. Leiðir geta líka legið saman í
skráningarkerfum skólanna eða í samfélagsmiðlum. Hafa skal í huga að summál eru
þess eðlis að æskilegt er að kennari sé ekki einn í viðtali. Góð vinnuregla er að skrá
niður það helsta sem rætt er, ákvarðanir sem teknar eru og fara yfir þá punkta með
foreldrum í lok fundar. Ef ekki tekst að ganga frá fundargerð í lok fundar er rétt
eftir atvikum að senda hana í tölvupósti, kalla eftir athugasemdum og fá samþykki
foreldra. Einnig þarf að ígrunda vel og vanda allt sem skráð er í nemendaskýrslur
eða dagbækur. Lögum samkvæmt eiga foreldrar rétt á að sjá það sem skólinn skráir
um börn þeirra og þar eru tölvusamskipti ekki undanskilin.
Foreldrum er skylt að taka þátt í skólastarfinu. Strax frá fyrsta degi barns
í skóla mynda skólinn, nemandinn og foreldrar órjúfanlega heild.
Sýnt hefur
verið fram á að viðhorf foreldra til skólastarfs og þátttaka þeirra hefur áhrif
á velgengni barna og ungmenna (Nanna Kristín Christiansen, 2010). Þátttaka
foreldra getur verið mismunandi en markmiðið er að auka tengsl skóla og heimila
og skapa samstarfsvettvang. Í skólum þar sem heimsóknir og þátttaka foreldra
eru eðlilegur hluti af skólastarfinu geta nemendur verið öruggir um sig, þeim
líður vel og afstaða þeirra til námsins verður jákvæðari en ella.
Samskipti skólans og nærsamfélagsins
Mikilvægt er að skóli sé í góðum tengslum og eigi samstarf við aðrar stofnanir
og ýmsa aðila í nærsamfélaginu. Má þar nefna félagsþjónustu sveitarfélagsins,
heilsugæsluna, félagsmiðstöðvar, lögreglu, trúfélög, íþróttafélög og ýmis
félagasamtök sem vinna að málefnum barna og unglinga. Samstarf þessara aðila
hefur stóraukist á síðustu árum og er það vel. Velferðarþjónusta sveitarfélaga og
heilsugæsla skera sig nokkuð úr að þessu leyti því að lögum samkvæmt er hluti af
þeirra starfi og ábyrgð að sinna börnum og unglingum í nánu samstarfi við skóla.
Fulltrúar þeirra eiga lögboðin sæti í nemendaverndarráði grunnskóla.
1...,51,52,53,54,55,56,57,58,59,60 62,63,64,65,66,67,68,69,70,71,...76