Grunnþættir menntunar
51
•
Lestur og ritun um heilbrigði og velferð
– Íslenska, enska, danska,
þýska og fleiri tungumál. Í fjölmörgum kennslubókum sem notaðar eru
í tungumálakennslu er efni um heilbrigði og áhrifaþætti þess. Einnig má
nálgast mismunandi upplýsingar á netinu, sjá m.a.
en þar er mikið af fróðleik fyrir börn og ungmenni á ensku og spænsku og
skemmtilegar hugmyndir fyrir kennara. Á vefslóðinni
má finna efni á þýsku og ensku og Sundhedsstyrelsen í Danmörku heldur
úti vef um heilbrigði, meðal annars heilbrigði barna og ungmenna. Slóðin
er
Sambærilegt vefsetur á Íslandi er
Heilsuvefurinn 6H
á slóðinni
•
Dagbókarskrif
– Íslenska eða önnur tungumál, myndmennt og framsögn.
Dagbókarskrif þjálfa nemendur í að tjá tilfinningar sínar og skoðanir og
setja fram drauma sína og þrár. Nemendur geta bætt andlega líðan og
dregið úr kvíða, depurð eða þunglyndi. Skrifa má um daglegt líf, samskipti
eða líðan. Dagbækur geta ýmist verið ritaður texti, teiknaðar myndir,
ljósmyndir eða blandað form. Ekki er hægt að ætlast til þess að nemendur
skili eða hleypi kennara í dagbækur sínar. Aftur á móti gætu nemendur
valið sjálfir að flytja fyrir bekkinn eða nemendahópinn valda hluta úr
dagbókinni sinni og fengið það metið sem framlag í sínu námi.
•
Rétt líkamsbeiting
– Íþróttir, upplýsingatækni, hönnun, textílmennt,
heimilisfræði, náttúrufræði o. fl. Í þessum námsgreinum gefast tækifæri
til að kenna og þjálfa nemendur í að beita líkamanum rétt, ofgera ekki
viðkvæmum liðum, sinum og vöðvum. Með fræðslu og réttri þjálfun má
draga úr álagseinkennum í stoðkerfi. Sýna þarf hvernig best er að beita
líkamanum, t.d. við að lyfta hlutum, sitja við tölvu, meta hæð á vinnuborði,
ýta þungum hlutum og bera skólatösku. Í framhaldinu fá nemendur það
verkefni að meta eigin líkamsbeitingu í daglegu lífi.
•
Fræðsla um fjölmargar ólíkar fíknir
– Lífsleikni, náttúrufræði,
stærðfræði, upplýsingatækni o.fl. Nemendur ræða hvað hugtakið fíkn
merkir. Þeir eru beðnir að nefna þær fíknir sem þeir þekkja eða hafa heyrt
af, velta fyrir sér tengslum erfða og umhverfis og skoða leiðir til að stjórna
fíknum eða uppræta þær. Nemendur skiptast síðan í hópa og hver hópur