Grunnþættir menntunar
53
sem einnig má finna sérstaka vefi eða síður daganna, sjá
mediacentre/events/annual/en/
. Hér verða nefndir nokkrir dagar sem hæglega
má tengja beint við heilbrigði og velferð.
Janúar/febrúar – Tannverndarvika
Markmið vikunnar er að beina athygli að tannvernd, mataræði og tannhirðu.
Embætti landlæknis heldur úti tannverndarvikunni. Nánari upplýsingar má finna
á vef embættisins, sjá
.
Febrúar – Alþjóða netöryggisdagurinn
Dagurinn var fyrst haldinn árið 2003. Ár hvert er ákveðið þema til umfjöllunar
á þessum degi og venjulega nýtur hann töluverðrar athygli í fjölmiðlum. Á
heimasíðu verkefnisins má sjá dagsetninguna með talsverðum fyrirvara ásamt
þema dagsins, sjá
.
11. febrúar – 112-dagurinn
Markmið 112-dagsins er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi þeirra sem tengjast
því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist
almenningi. Ár hvert er ákveðið þema tekið fyrir og auðveldlega má tengja það
umfjöllun um öryggi skólafólks á öllum aldri. Á vefslóðinni
má
finna áherslur dagsins og nánari upplýsingar.
22. mars – Alþjóðlegur dagur vatns
Markmið dagsins er að minna á mikilvægi fersks vatns fyrir heilsu og velferð.
Dagurinn er helgaður ákveðnu þema sem ár hvert er kynnt er á vef Alþjóðaheil
brigðismálastofnunar.
7. apríl – Alþjóðaheilbrigðisdagurinn
Ár hvert velur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun tiltekið umfjöllunarefni þar sem
vakin er athygli á þessum degi. Upplýsingar um þema dagsins má finna á vefsetri
stofnunarinnar.
22. apríl – Alþjóðlegur dagur Móður Jarðar
Dagurinn er helgaður fræðslu um umhverfismál. Nánari upplýsingar á
http://
.