HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
66
bregst illa við ef hafa á samband heim.
bregst illa við snertingu.
mætir ekki jafn vel og áður – kemur oftar seint eða mætir ekki.
sýnir breytta hegðun sem engin skýring er á.
er í rifnum fötum eða með skemmdar eigur.
er með skrámur, marbletti eða áverka sem ekki ríma við sögu sem sögð
er til skýringar.
á í erfiðleikum með að treysta öðrum.
fer heim í frímínútum og matarhléum.
kemur áberandi oft of snemma í skóla eða frestar heimför eins og
kostur er.
sýnir hræðslu eða óöryggi í nýjum aðstæðum.
kemur sér undan aðstæðum þar sem hafa þarf fataskipti eða fara í
sturtu.
sýnir minna sjálfstraust.
neitar að taka þátt í félagsstarfi í skólanum eða utan hans.
sýnir ofbeldishegðun.
ber með sér að umhirðu og klæðnaði er áfátt – vantar hlífðarföt, föt
eru skítug, hár, tennur og neglur þarfnast snyrtingar.
sýnir sjálfsskaðandi hegðun.
sýnir líkamlega eða andlega vanlíðan – óskilgreindir verkir, depurð og
grátur.
vill vera – ósýnilegur.
vill þóknast öllum.
Þótt börn eða unglingar sýni eitthvert ofangreindra einkenna þarf það ekki að
merkja að eitthvað bjáti á í fjölskyldum þeirra. Það er margt annað sem getur kallað
á breytta hegðun eða líðan og má þar nefna breytingar á vinahóp, óraunhæfar
kröfur til náms, afbrýðissemi eða samanburð sem kallar á athygli. Einnig geta
ýmsir sjúkdómar eða raskanir sem birtast á mismunandi hátt eftir aldri nemenda
og einstaklingum haft áhrif í þessa átt.
1...,58,59,60,61,62,63,64,65,66,67 69,70,71,72,73,74,75,76