HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
32
Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir því að lausn á ágreiningi felur
yfirleitt í sér að báðir aðilar verða að gefa eitthvað eftir. Það er ekki alltaf æskilegt
að annar vinni og hinn tapi.
Margir skólar hafa notað aðferðir kenndar við uppeldi til ábyrgðar þar sem reynir
oft á þetta. Lögð er áhersla á að nemendur taka sjálfir ábyrgð á að leysa ágreining
á farsælan hátt. Ein aðferðin er sú að fá börn eða ungmenni sem eiga í ágreiningi
til að setjast við svokallað
sáttaborð
og ræða málin eftir tilteknum reglum.
Hvíld
Hvíld er ein af grunnþörfum okkar og er hverjum manni nauðsyn. Góður
nætursvefn skiptir mestu þó að allir þurfi reglulega hvíld frá verkefnum dagsins.
Nætursvefninn er utan seilingar skólanna en starfsfólk skóla getur engu að síður
haft jákvæð áhrif á hann með því að fræða bæði börn og foreldra um mikilvægi
svefnsins og taka tillit til þess í skipulagi dagsins að allir þurfa sína hvíld. Á
Heilsuvefnum 6H
á slóðinni
má finna ýmis góð ráð varðandi svefn
og hvíld.
Á leikskólaaldri þurfa flest börn svefn um miðjan daginn eða í það minnsta
hvíldarstund. Þar sem flest börn koma í leikskólann fyrir kl. 8:30 á morgnana
Nemendur geta lært að leysa ágreining
Þættir sem leysa deilur og átök eða forða árekstrum
1.
Greining – að skilgreina vandamálið.
2.
Hugkvæmni – að setja fram mismunandi kosti – lausnir.
3.
Áætlun – að ná tökum á aðferðum til að forða árekstrum.
4.
Áhætta – að taka þá áhættu að reyna lausn.
A
og
B
greinir á
B
fær það sem hann vill
B
fær ekki það sem hann vill
A
fær það sem hann vill
A
vinnur –
B
vinnur
A
vinnur –
B
tapar
A
fær ekki það sem hann vill
A
tapar –
B
vinnur
A
tapar –
B
tapar
Filey, 1975