HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
26
beita henni. Þau eru ekki ósæranleg en búa yfir aðlögunarhæfni sem gerir þeim
fært að bogna en ekki brotna við mótlæti.
Að taka ákvörðun
Margir eiga í erfiðleikum með að taka sjálfstæða, meðvitaða ákvörðun.
Ákvörðunum fylgir ábyrgð og þær geta verið afdrifaríkar. Eftir því sem börn
eldast fjölgar ákvörðunum sem þau þurfa að taka. Sumar má endurskoða en alls
ekki allar. Þessa leikni má þjálfa með börnum á ýmsan hátt. Ein leið er að skólinn
gefi þeim næg tækifæri til þess að velja og taka ákvarðanir um eitt og annað sem
lýtur að námi þeirra. Þetta getur verið val um námshraða, námsgreinar, form á
verkefnaskilum og aðferðir við námsmat svo eitthvað sé nefnt. Einnig má vinna
úr klípusögum þar sem nemendur setja sig inn í tilbúnar aðstæður.
Skref í ákvörðunartöku:
•
Spyrja hvaða ákvörðun þarf að taka.
•
Raða upp tveimur eða fleiri lausnum.
•
Hugsa um afleiðingar hverrar lausnar fyrir sjálfan sig og aðra.
•
Velja eina lausn og reyna hana.
•
Meta ákvörðunina og reyna aftur (ef þarf).
Mynd 7 sýnir
dæmi úr námsefni
grunnskóla þar
sem fjallað er um
ákvarðanatöku
en mynd 8 dæmi
úr námsefni
framhaldsskóla.
Gagnabrunnur4
Dísa verður að ákveða
„Ég er búinn að fá nóg Dísa,“ sagði pabbi hennar. „Hvutti
þarfnast meiri hreyfingar en hann fær inni í litlu íbúðinni
okkar. Þú verður að hugsa betur um hann annars verð ég að
finna nýtt heimili fyrir hann. Við gætum þurft að fara með
hann á dýraspítala og biðja þá um að svæfa hann.“
Dísa varð að ákveða hvað ætti að gera. Mér finnst Hvutti
æðislegurhugsaðihún.Pabbi leyfirmér aðhafahann ef ég fer
með hann út að ganga eftir skóla. En þegar ég er búin að fara
meðHvutta út að ganga verður of seint fyrirmig að fara út að leikameð vinummínum.
Ef við gefum hann get ég farið út að leika eftir skóla. Kannski það yrði bara betra fyrirHvutta.
Kannski er hann ekki svo hamingjusamur að búa inni ímiðri borg.
Ef við förummeð hann á dýraspítala – ó, nei ég get ekki einu sinni hugsað um það!
HjálpiðDísu að ákveða hvað húnætti að gerameð því að fara í gegnum skrefin.
Hugsa
:Hvaða jákvæðu valmöguleika hefurDísa?
Möguleiki 1__________________________________
Möguleiki 2 __________________________________
Spá fyrir um
:Hverjir eru kostir og gallar valmöguleikanna?
Möguleiki 1: _________________________________
Kostur
:
Galli
:
Möguleiki 2: _______________________________
Kostur
:
Galli
:
Velja
:Hvaða valmöguleiki er bestur fyrir alla?
Gera
:HvernigmyndiDísa framkvæma ákvörðun sína?
24
•
•
•
•
•
•