HEILBRIGÐI OG VELFERÐ
16
félagsþroska, hindra heilsufarsleg og félagsleg vandamál og standa
vörð um mannréttindi (WHO, 1999).
Sama ár kom út á Íslandi fyrsta aðalnámskráin í lífsleikni og í námskrá um lífsleikni
frá árinu 2007 segir þetta:
Námsgreinin lífsleikni á að efla alhliða þroska nemandans. Það
felur m.a. í sér að nemandinn geri sér far um að rækta með sér
andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk. Hann
efli félagsþroska sinn og borgaravitund, siðvit og virðingu fyrir
sjálfum sér og öðrum. Efling borgaravitundar vísar til þess að efla
færni ungs fólks og fullorðinna til að vera virkir þátttakendur í
lýðræðislegu samfélagi. Auk þess verði leitast við að styrkja áræði
hans, frumkvæði, eðlislæga sköpunargáfu og aðlögunarhæfni
til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi (
Aðalnámskrá
grunnskóla: lífsleikni
, 2007:5).
Í stuttu máli má segja að almennt markmið með lífsleikni sé að efla skilning
barna og ungmenna á því
hvað felst í því að vera maður sem býr í samfélagi við aðra.
Börn og ungmenni þurfa að læra margt um hugsanir og tilfinningar, lýðræði og
mannréttindi, ekki síður en um blóðrásina og meltinguna.
Á sama tíma og alþjóðastofnanir lögðu áherslu á mikilvægi lífsleikni fleygði
fram rannsóknum á tilfinningum og áhrifum þeirra á nám og daglegt líf. Bók
Daniels Goleman (1995) um tilfinningagreind hafði mikil áhrif á skilning manna
á hlutverki tilfinninga í námi og í kjölfarið fylgdi bylgja af námsefni fyrir börn
og ungmenni um félagslega þætti og tilfinningar. Þessi nálgun hefur verið kölluð
Social and Emotional Learning
(
SEL
) í Bandaríkjunum en
Social and Emotional Aspects
of Learning
(
SEAL
) í Bretlandi. Áhersla er lögð á félags- og persónuþroska
og lykilhugtökin sjálfsvitund, stjórn á tilfinningum, áhugahvöt, samkennd og
félagsfærni. Rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að nám á þessu sviði
hefur jákvæð áhrif á námsárangur og á seinni árum er oft rætt um
Social, Emotional
and Academic Learning
(
SEAL
), (sjá The Collaborative for Academic, Social and
Emotional Learning). Þessi nálgun er nokkuð ráðandi í námsefni um lífsleikni hér
á landi sem og annars staðar. Handbók fyrir kennara og foreldra (Erla Kristjáns-
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,...76