Grunnþættir menntunar
23
Tilfinningar
Á síðustu áratugum hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á tilfinningum
og hlutverki þeirra. Þar standa bæði sálfræðingar og taugafræðingar að verki.
Niðurstöður hafa sýnt að tilfinningar og vit eru ekki greind að heldur fléttast
þau saman og deila sameiginlegri stjórnstöð í heilanum, nánar tiltekið í
framheila. Tilfinningar eru oftast flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar eru
frumtilfinningar eða geðhrif sem eru líffræðileg. Þeim fylgja viðbrögð sem eru
þau sömu í ólíkum menningarheimum og sjást einnig hjá dýrum. Þær tengjast
ekki tungumáli né skilningi. Sem dæmi má nefna ógnun þar sem brugðist er við
með árás eða flótta (e.
fight or flight
). Hins vegar eru flóknari tilfinningar sem eiga
rætur að rekja til þess að við búum í samfélagi og eigum samskipti við aðra. Þær
leika stórt hlutverk í samskiptum manna á milli.
Frumtilfinningar – geðhrif
•
Reiði
•
Andstyggð
•
Ótti
•
Hamingja
•
Hryggð
•
Undrun
Darwin, 1872; Damasio, 1999;
Tracy, Robins og Tangney, 2007
Félagslegar tilfinningar
•
Vandræðakennd
•
Skömm
•
Sekt
•
Afbrýði
•
Öfund
•
Hneysklun
•
Fyrirlitning
•
Stolt
•
Þakklæti
•
Samúð
•
Aðdáun
Damasio, 2003
Félagsleg togstreita og tilfinningar sem henni tengjast geta líka haft mikil áhrif á
líf einstaklinga. Ein af mörgum kenningum um vegferð mannsins gegnum lífið er
kenning Eriks Erikson (1950) um að maðurinn gangi í gegnum átta þroskaskeið
frá fæðingu til æviloka. Öll samfélög gera kröfur til einstaklingsins og á hverju
skeiði takast á félags- og sálfræðilegir þættir. Líta má á kenninguna sem dæmi um
hugsanleg félags- og sálfræðileg átök og möguleg áhrif félagslegra tilfinninga.