Grunnþættir menntunar
21
Fari hann til Kína heldur hann áfram að skoða skiltin sem á vegi hans verða án
þess þó að vera læs á þau. Kannski eru þetta aðvörunarskilti en af því að hann
skilur þau ekki missir hann af upplýsingum og gæti því verið í hættu, jafnvel
lífsháska.
Rittákn tónlistar eru alþjóðlegri en hins talaða máls. Víða er í hljómsveitum
fólk frá öllum heimshornum. Hljómsveitarmeðlimir tala ekki sama tungumálið og
skilja hver annan illa í kaffihléum en þegar þeir setjast með hljóðfærin sín skilja
allir nóturnar, lesa þær á sama hátt og spila sama lagið. Frægir stórsöngvarar og
einleikarar ferðast á milli landa og syngja sömu aríurnar eða spila sömu konsertana
við undirleik ólíkra hljómsveita, á Íslandi og Ítalíu, í Ameríku og Japan. Söngurinn
er alls staðar sá sami og fólk af öllum þjóðernum upplifir og nýtur, rétt eins og allt
þetta fólk nýtur yls frá sömu sól , horfir á sama tungl og stjörnur og andar að sér
sama loftinu og drekkur sama vatnið.
Til að læra að lesa náttúru og
samfélag þarf fólk að upplifa, skoða
og skilja umhverfi sitt. Ólæsi á það
mikla sköpunarverk er lífshættulegt.
Forsenda þess að fólk vilji vernda
náttúruna er að það kynnist henni.
Sífellt aukin tæknivæðing og stækkun
borga hefur rofið tengsl manns og
náttúru. Fólk skynjar ekki lengur hve
háð það er náttúrunni, né sér það þegar
illa er um náttúruna gengið og henni
jafnvel misþyrmt. Slíkt ólæsi er ekki
bara hættulegt heldur tekur líka frá fólki
lífsfyllingu og gleði.
Þegar kennarar eru hvattir til að fara
út í náttúru og samfélag með nemendur
sína til að þeir kynnist því umhverfi sem
þeir eru hluti af, og læri að lesa það, svara þeir gjarnan á þann hátt að þeir treysti
sér ekki til þess því að þeir sjálfir þekki það ekki nógu vel, viti til dæmis ekki nöfn
Tungumál náttúrufræðinnar
Náttúrfræðin hefur sitt eigið tungumál og
því mikilvægt að hafa það í huga þegar
textar hennar eru lesnir. Nemendur
þurfa að takast á við ný hugtök sem eru
þeim framandi. Að nemandi nái tökum á
tungumáli náttúrfræðanna eykur líkurnar á
að hann fái bæði áhuga og vilja til að afla
sér upplýsinga um umhverfi sitt og náttúru.
Að efla læsi á fjölbreytta náttúrfræðitexta
og fara út og skoða fjölbreytt umhverfi
og náttúru eru samverkandi leiðir í að
fólk læri að skilja, upplifa og verða læst á
umhverfi sitt.
Hafdís Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og
umhverfisfræðingur