SJÁLFBÆRNI
12
Í milljónir ára hafa lífverur þróast á Jörðinni og hver tegund aðlagað sig umhverfi
sínu. Talið er að nútímamaðurinn, sú tegund manna sem við teljumst til, hafi
komið fram á sjónarsviðið fyrir um 150 þúsund árum. Kynslóð fram af kynslóð
hafa dýr, og síðan menn, að mestu lifað í takt við umhverfi sitt og náttúru. Verði
misbrestur þar á lifa þau ekki af og deyja út.
Sérstaða manna meðal lífvera er margvísleg. Fólk lærir ekki aðeins af eigin
reynslu heldur er það læst á reynslu annarra, líka fyrri kynslóða, og getur notið
fræðslu og leiðbeininga og náð þannig að tileinka sér þekkingu sem er því sjálfu
framandi. Önnur sérstaða manna er samhjálp. Vel þekkist að fólk sem myndar
samfélög skiptir á milli sín fæðu og annast ekki bara eigin afkvæmi heldur einnig
aðra einstaklinga í samfélaginu. Almennt eru dýr bundin eðli sínu um hvað þau
éta og hvernig skjól þau finna eða gera sér og eru því háð ákveðnu, takmörkuðu
búsvæði þar sem lífsnauðsynjar þeirra eru. Fólk getur aðlagast alls kyns aðstæðum
og getur dvalið, jafnvel búið, nánast hvar sem er á þurrlendi Jarðar. Fólk getur
markvisst mótað bæði umhverfi sitt og eigið atferli og haft um það val. Sama
tegund og þróaðist í Afríku við rúmlega 20 stiga hita, gekk um nakin, bjó sér til
skjól úr stráum og lifði á ávöxtum getur lifað í fimbulkulda heimskautasvæða,
veitt seli upp um ís, búið sér til skjól, hús úr snjó og föt úr skinnum, til að uppfylla
frumþarfir sínar. Þær eru enn og alls staðar þær sömu; ákveðið hitastig, nauðsynleg
næringarefni í réttum hlutföllum, hreint vatn og loft. Með því að skoða og skilja
Samfélög skordýra
Ýmis skordýr lifa í flóknum sambýlum, byggja heilar borgir, rækta plöntur eða
ala dýr, fóstra nýjar kynslóðir, hafa stjórnendur, hermenn og verkamenn sem
segja hver öðrum fyrir verkum með efnaboðum, fara í stríð og taka fanga. Við
undrumst hve „mannleg“ þessi dýr eru. En á okkur og þeim er mikilvægur regin
munur. Þau hafa ekkert val. Félagsskordýrin hafa lifað sínu lífi í milljónir ára,
alltaf á sama hátt. Það sem þau gera kynslóð fram af kynslóð er þeim eðlislægt.
Vinnumaur getur ekki skipt um skoðun og gerst hermaur. Drottning mauranna
getur ekki ákveðið að hætta sínu hlutverki og gerst óbreytt. Hún getur ekkert
gert annað en það sem eðli hennar segir til um.
8
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...68