Grunnþættir menntunar
13
náttúru hvers svæðis og aðlaga sig henni hefur fólk getað fullnægt lífsþörfum
sínum við gjörólíkar aðstæður um alla jörð.
Áður hefur verið nefnt að í raun hafi fólk kunnað sjálfbærni lengi, hún hafi
verið samofin menningu þess. Svo var að minnsta kosti víða. Hvað breyttist?
Hvers vegna þarf nú að orða þessa hugsun og setja reglur og staðfesta formlega
ákveðið verklag til að hægt sé að ná því sjálfsagða markmiði að komandi kynslóðir
fái lifað við mannsæmandi kjör?
Höfum við, nútímafólk, ofmetnast? Tæknin gerir okkur kleift að byggja okkur
frá náttúrunni, ekki síst í stórborgum. Skynjum við ekki lengur að við erum háð
náttúru um allar lífsnauðsynjar? Jörð er umbylt, fossar og stórfljót eru virkjuð
og orku þeirra breytt í rafmagn, fjöllum er mokað niður og þau lögð í vegi,
regnskógar eru ruddir og framleitt á landi þeirra nautakjöt til að flytja í aðrar
heimsálfur. Við snertum takka og breytum myrku herbergi í bjart eða köldu húsi
í heitt og snúum krana og færum vatn þangað sem þess er þörf. Við spjöllum
við vini hinum megin á hnettinum í gegnum lítið, þráðlaust tæki og ferðumst á
dagsstund heimshornanna á milli eða út í geiminn. Varð tæknin til þess að við
fylltumst hroka og neitum að horfast í augu við að náttúran setur mörk sem þarf
að taka tillit til? Hætti fólk að líta á sig sem hluta náttúrunnar og að „telja ætt sína
til Jarðarinnar“?
Ekki er víst að í menningu allra þjóða sé hófsemi innbyggð. Sums staðar
hefur fólk lengst af þurft að hafa sig allt við til að lifa, til dæmis á harðbýlum
jaðarsvæðum. Þar hefur fólk ef til vill ekki tamið sér hófsemi gagnvart harðri
náttúru heldur hefur það nýtt hvert tækifæri sem gafst til að veiða eða safna
sem mestu en hafði samt varla nóg til að lifa af árið. Á gjöfulum svæðum þurfti
ekki slíka fyrirhyggju. Sagan segir að Hrafna-Flóka og hans fólki, sem kom frá
gósenlandi Evrópu, hafi orðið hált á fyrirhyggjuleysinu þegar það kom til Íslands.
Ekki kann heldur góðri lukku að stýra þegar tækifærissinnar komast í aldingarð
og kunna sér ekki hóf, rétt eins og presturinn á Þingvöllum í dæmisögunni fremst
í þessu hefti.
Vegna þeirrar sérstöðu manna að geta bæði mótað umhverfi sitt og líka breytt
markvisst hegðun sinni og atferli þá á mannkyn möguleika á að snúa óheillaþróun
við. Fólk á að geta lært og skilið mikilvægi sjálfbærrar þróunar. Fólk þarf enn frekar
1...,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 16,17,18,19,20,21,22,23,24,25,...68