SJÁLFBÆRNI
18
Eplið ≈ Jörðin – og melóna
Sýnikennsla, spurningar og umræða:
Kennari er með epli og melónu og er
hún mun stærri en eplið. Eða hann teiknar tvo misstóra hringi á töfluna, þvermál
stærri hringsins má vera tvisvar til þrisvar sinnum lengra en þess minni.
12
Eplið (eða minni hringurinn) táknar Jörðina. Jörðin er gerð úr 103 frumefnum.
Af þeim finnast 24 frumefni í lífverum. Lífverur eru aðeins í örþunnu lagi yst á
Jörðinni, ekki þarf að grafa djúpt í jörðu eða fara langt upp frá yfirborði hennar
til þess að vera komin í líflaust efni. Lífhjúpurinn, lífhvolfið, er hlutfallslega mun
þynnra um Jörðina en flusið er utan um eplið.
Líf hefur verið á Jörðu í um 3600 milljónir ára. Lengst af voru þetta bara örsmáar
lífverur en svo stækkuðu þær og þróuðust og sumar urðu risastórar, risaburknar,
risaeðlur, risafurur ... Ef hægt væri að taka allar lífverur sem einhvern tíma hafa
verið á Jörðinni, allar plöntur, öll dýr, alla sveppi og bakteríur, alla menn, og sópa
þeim saman í kúlu þá yrði sú kúla miklu stærri en Jörðin. (Þetta er auðvitað alls
ekki hægt en við getum alla vega hugsað okkur samanlagt rúmmál allra þessara
lífvera í einni kúlu.) Kúlan yrði í svipuðu stærðarhlutfalli við Jörðina og melónan
við eplið. Samt væru í stóru kúlunni bara 24 af frumefnum Jarðar og þetta
lifandi efni hefði aldrei verið nema í örþunnu lagi utan um Jörðina en kúlan með
lífverunum væri gegnheil. Hvernig getur þetta staðist?
Oft verður fátt um svör í bekkjum. En svarið er að lífríkið er alltaf að nota sama
efnið aftur og aftur. Dæmi: Kolefni er byggingarefni lífrænna sameinda og er
nauðsynlegt öllum lífverum. Kolefnissögn sem er í frumu í fingrinum á mér núna,
fékk ég kannski úr gulrótinni sem ég borðaði í gær. Gulrótarplantan hafði gripið
þessa kolefnisögn úr andrúmsloftinu við ljóstillífun í sumar, kannski hafði fugl
nýlega andað henni frá sér, rétt eins og ég mun gera einn góðan veðurdag,
o.s.frv., o.s.frv. Kannski var þessi sama kolefnissameind fyrir 100 milljónum ára
í myndarlegri risaeðlu eða ógurlegum undirdjúpafiski.
Lífríkið notar allt efni aftur og aftur, nánast eins og þegar börn leira úr slatta
af leir. Til að skapa nýja hluti úr leirnum verða þau að skemma þá gömlu. Allt
efni er á stöðugum hringrásum um náttúru og lífríki. Allt brotnar niður og nýjar
lífverur eða fyrirbæri verða til. Fólk er hlekkur í þessum hringrásum, rétt eins
1...,10,11,12,13,14,15,16,17,18,19 21,22,23,24,25,26,27,28,29,30,...68